Erlent

Fellibylur á leið til Jamaíka

Jamaíka-búar búa sig nú í ofboði undir öflugasta fellibyl ársins, Ívan, en hann þokast nær Karíbafinu. Almenningur hamstrar birgðir og neglir fyrir glugga í von um að takmarka skemmdir en vindhraðinn nær allt að 240 kílómetra hraða á klukkustund. Hálf milljón manna er á leið í neyðarskýli. Ívan olli gríðarlegum skemmdum á Grenada og hefur alls kostað tuttugu og þrjá lífið það sem af er. Myndin sýnir fólk hamstra birgðir í verslun í Kingston, höfuðborg Jamaíka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×