Erlent

Fimmtungur saknar múrsins

Fimmti hver Þjóðverji vildi gjarnan að Berlínarmúrinn stæði enn ef marka má nýja þýska skoðanakönnun, tímaritsins Stern og sjónvarpstöðvarinnar RTL. 24 prósent Vestur Þjóðverja sakna múrsins og tólf prósent allra Austur Þjóðverja. Stjórnmálamenn og fræðimenn á sviði félagsvísinda hafa sagt að fjöldamótmæli í Þýskalandi vegna umbóta á vinnumarkaði, gætu bent til þess að sameinað Þýskaland gæti gliðnað í tvær stórar fylkingar að nýju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×