Erlent

Bush heldur forskotinu

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sjö til átta prósentustiga forskot á demókratann John Kerry samkvæmt nýrri skoðanakönnun CBS sjónvarpsstöðvarinnar. Nær helmingur aðspurðra, eða 49 prósent, segjast myndu kjósa Bush, 42 prósent Kerry og eitt prósent óháða frambjóðandann Ralph Nader. Þegar Nader var sleppt úr upptalningunni á frambjóðendum jókst fylgi Bush lítillega, fór í 50 prósent, en Kerry stóð í stað. Í könnun CBS í síðasta mánuði hafði Kerry forskot á Bush, sérstaklega ef ekki var spurt um Nader.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×