Erlent

Vill Tyrki ekki í ESB

Fjármálaráðherra Austurríkis sagðist í dag vera á móti inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið því landið væri „ekki tilbúið fyrir Evrópu“. Umsókn um formlegar samningaviðræður um inngöngu Tyrkja í sambandið eru á borði stjórnarinnar. Ráðherrann, Karl-Heinz Grasser að nafni, segir að vilyrði fyrir viðræðum þýði að Tyrkir komist með fótinn inn fyrir dyrnar og það sé ekki af hinu góða. Grasser segist furða sig á því miðað við umræðurnar sem eigi sér nú stað í Evrópu að enginn hafi kjark til að segja, það sem hann gerir nú, opinberlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×