Erlent

Óvíst um fjölda fátæklinga

Norsk stjórnvöld og Evrópusambandið greinir á um tölu fátæklinga í Noregi. Stjórnvöld telja að um níutíu þúsund Norðmenn lifi undir fátæktarmörkum en sérfræðingar í Brussel telja að þeir séu fjórfalt fleiri, eða um 360 þúsund. Ástæðan er sú að norsk stjórnvöld telja til fátæklinga þá sem hafa undir 900 þúsund krónum íslenskum í árslaun en Evrópusambandið setur fátæktarmörkin við tólf hundruð þúsund króna árslaun. Hvorugur hefur hins vegar spurt fátæklingana sjálfa álits á þessum mörkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×