Erlent

Penný varð að 20 milljónum

Maður sem fór út að viðra hundinn sinn á dögunum í Bedfordskíri í Englandi fann eitt penný á götunni, beygði sig niður og tók það upp. Þessi hnébeygja borgaði sig heldur betur því nú hefur komið í ljós að pennýið er ævagamalt og ber nafn Kóenwulfs sem ríkti í Mercíu-héraði í Mið- Englandi á níundu öld, eða um svipað leyti og Ingólfur Arnarson sigldi frá Noregi til Íslands. Pennýið verður boðið upp í næsta mánuði og hundaeigandinn getur átt von á því að fá allt að 20 milljónir króna fyrir pennýið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×