Erlent

Rautt á sykurgums

Danir hafa nýstárlegar hugmyndir um hvernig auðvelda mætti almenningi að borða hollan og góðan mat. Neytendaráðherra Danmerkur, Henrietta Kjær, vill að matvörur verði framvegis merktar með lituðum límmiðum sem gefa eiga til kynna hversu hollur eða óhollur viðkomandi varningur er. Rauðir miðar eiga að vera á óhollri matvöru, sykurgumsi eða feitmeti og grænir miðar á hollari kosti, með litlu af sykri eða salti, til að mynda. Gulir miðar verða á matvælum sem falla í milliflokkinn. Talsmenn matvælaiðnaðarins í Danmörku eru lítt hrifnir af þessum hugmyndum og segja það ekki hlutverk stjórnvalda að benda á hvað sé óhollt og hvað ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×