Erlent

Málaliði sakfelldur

Breski málaliðinn Simon Mann, sem stjórnvöld í Miðbaugs-Gíneu sökuðu um að leiða hóp málaliða sem áttu að steypa þeim af stóli, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að kaupa vopn ólöglega. Dómurinn var kveðinn upp í fangelsi í Simbabve en í honum var ekkert tekið á ásökunum um fyrirhugað valdarán. Alls voru 64 málaliðar og áhöfn flugvélar sem flutti þá handtekin á leið til Miðbaugs-Gíneu eftir að mikið magn vopna fannst í flugvélinni. Sonur Margrétar Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hefur verið sakaður um að taka þátt í fjármögnum verkefnisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×