Erlent

Létust í lestarslysi í Svíþjóð

Tveir létust og 47 slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar lest lenti í árekstri við flutningabíl í Nosaby skammt frá Kristianstad í Suður-Svíþjóð. Einum af þremur vögnum lestarinnar hvolfdi við áreksturinn og var í fyrstu óttast að fólk kynni að hafa lent undir vagninum. Síðar um daginn kom þó í ljós að svo hafði ekki verið. Nokkrir skorðuðust fastir og þurftu á hjálp að halda til að komast út úr flaki lestarvagnsins. Fjölmennt björgunarlið var sent á vettvang sem hjálpaði fólki á slysstað og fluttu þá sem á þurftu að halda á sjúkrahús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×