Erlent

Fimm milljón dollara brúðkaup

Demantar og djásn voru í boði í Brúnei í nótt þar sem krónprinsinn Al-Muhtadee Billah Bolkiah gekk að eiga unnustu sína. Krónprinsinn er þrítugur en brúðurin aðeins sautján ára. Sex þúsund manns var boðið í brúðkaupsveisluna sem fór fram í aðalhöll konungsfjölskyldunnar í Brúnei, en þar er aðeins að finna 1788 herbergi. Gestirnir í veislunni sátu á gullstólum, en herlegheitin kostuðu litlar fimm milljónir dollara, ríflega 360 sextíu milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×