Erlent

Reykbann á breskum krám

Um þriðjungur bara og kráa í Bretlandi verða reyklaus fyrir árslok. Þar með feta Bretar að sumu leiti í fótspor Norðmanna og Íra þar sem gildir allsherjarbann á Reykingum á veitingahúsum og börum. Eigendur fimm kráarkeðja í Bretlandi hafa ákveðið að gerast reyklausar eftir að gerð var könnun meðal viðskiptavina um. Þessar keðjur eiga um þriðjung allra kráa í Bretlandi. Því verða um 22 þúsund barir reyklausir fyrir lok ársins, samkvæmt bresku kráar og bjór samtökunum. Þá verður 80 % af rými hvers bars reyklaus innan fimm ára. Hins vegar telja sumir að það geti leitt til lokana á þúsundum bara. Mjög hefur dregið úr sölu á sígarettum í Írlandi eftir að reykingarbann var sett á um áramótin, og segir helsti sígarettuframleiðandi þar í landi að á fyrstu sex mánuðum ársins hafi sala minnkað um 7,5 %.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×