Erlent

Danskur dýraníðingur gengur laus

Fyrirtæki, einstaklingar og dýraverndunarsamtök í Danmörku hafa tekið höndum saman og heitið andvirði einni og hálfri milljón íslenskra króna til þess sem veitt getur upplýsingar sem leiða til handtöku dýraníðings sem gengur laus á Jótlandi. Lögreglan í Árósum rannsakar 24 mál þar sem hestar hafa verið beittir grófu kynferðislegu ofbeldi, svo grófu að sjö hestar hafa drepist vegna áverka sem maðurinn hefur veitt þeim. Þá er kynferðislegt ofbeldi gegn einni kú til rannsóknar. Árósalögregla leggur mikla áherslu á að hafa hendur í hári þessa manns sem hún fullyrðir að sé afar kynferðislega brenglaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×