Erlent

Spánverjar fengu mest frá ESB

Spánverjar fengu allra þjóða mesta styrki frá Evrópusambandinu í fyrra en Hollendingar greiddu mest hlutfallslega í sjóði sambandsins. Fjárlög sambandsins námu alls 7.900 milljörðum króna í fyrra en af þeim fór nær fimmtungur, eða 1.400 milljarðar króna, til Spánar. Stærstur hluti peninganna fer í landbúnaðarstyrki en að auki eru greiddir út byggðastyrkir, svo sem til gatna- og gangagerðar. Michaele Schreyer, sem fór með fjárlögin í fráfarandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, mælti gegn niðurskurði á framlögum aðildarríkjanna til Evrópusambandsins þegar hún kynnti ársreikning síðasta árs. Hún sagði að ef ekki ætti að skera niður í verkefnum Evrópusambandsins þyrfti að auka fjárframlög. Það væri óraunhæft að gera það sama í stærra Evrópusambandi og var gert í því fyrir stækkun ef útgjöldin stæðu í stað. Ríkin sem borga mest sem hlutfall af vergri landsframleiðslu: Holland 0,43% Svíþjóð 0,36% Þýskaland 0,36% Ríkin sem fá mest í sinn hlut:Spánn 1.400 milljarðar króna Frakkland 1.140 milljarðar króna Ítalía 920 milljarðar króna Þýskaland 920 milljarðar króna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×