Erlent

Óhugur vegna endurhæfingastöðva

Ráðgert er að byggja fjórar til fimm endurhæfingastöðvar fyrir um eitthundrað kynferðisafbrotamenn í Bretlandi, en áformin hafa slegið óhug á íbúa á svæðum þar sem þær eiga að rísa. Í skýrslu frá innanríkisráðuneytinu kemur fram að rannsóknir hafi sýnt fram á þörfina fyrir slíkar stöðvar og að um níu prósent allra kynferðisbrotamanna séu líklegir til að brjóta af sér aftur. Talið er að um 400 slíkir séu undir eftirliti í Bretlandi en einungis fjórðungur þeirra sé líklegur til að hafa eitthvað gagn af meðferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×