Fleiri fréttir Heita peningaverðlaunum Rússnesk yfirvöld hafa nú heitið sem nemur tíu milljónum dollara, eða tæplega 730 milljónum króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku tsjetsjenskra uppreisnarleiðtoga. 8.9.2004 00:01 Sprengjur rigna yfir Fallujah Bandarískar orrustuþotur létu sprengjum rigna yfir borgina Fallujah í Írak í nótt, en talsmenn hersins segja yfir hundrað skæruliða hafa fallið þar í gærdag. Mikil andspyrna er við herlið Bandaríkjanna í Fallujah. 8.9.2004 00:01 24 létust í Songda fellibylnum Tuttugu og fjórir týndu lífi þegar fellibylurinn Songda leið yfir norðurhluta Japans. Fimmtán er saknað og um 700 slösuðust. Songda er einhver öflugasti stormur sem gengið hefur yfir Japan í áraraðir, en mikil rigning fylgdi honum. 8.9.2004 00:01 Styðja ekki Bush í ár Svokallaðir Logcabin eða bjálkakofa-repúblíkanar, það er að segja samkynhneigðir repúblíkanar, hafa ákveðið að styðja ekki forsetaframboð George Bush í ár. Hópurinn studdi Bush árið 2000, en talmenn hans segja Bush nú stefna að því að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna þannig að mismunun verði stjórnarskrárbundin. 8.9.2004 00:01 Áfangasigur fyrir Fischer Japanskur réttur féllst í morgun á að setja lögbann á fyrirskipun japanskra stjórnvalda um að vísa skákmeistaranum Bobby Fisher úr landi og framselja hann til Bandaríkjanna. Lögmaður Fishers segir þetta mikinn áfangasigur í baráttu Fishers fyrir því að verða ekki framseldur, þar sem réttarhöld og dómur bíða hans í Bandaríkjunum. 8.9.2004 00:01 Rán tveggja kvenna veldur uppnámi Tveimur ítölskum konum, sem starfa fyrir hjálparsamtök í Írak, var rænt á skrifstofum samtakanna í gær. Málið hefur valdið miklu uppnámi á Ítalíu enda skammt síðan mannræningjar myrtu ítalskan fréttamann í Írak. 8.9.2004 00:01 Thatcher formlega stefnt Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið formlega stefnt fyrir aðild sína að valdaráni í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu. Hann mun koma fyrir rétt 22. september næstkomandi. 8.9.2004 00:01 Sakaður um að leyna upplýsingum Bandarískur öldungadeildarþingmaður sakar ríkisstjórn George Bush um að hafa haldið leyndum upplýsingum um tengsl yfirvalda í Sádi-Arabíu við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin ellefta september. 8.9.2004 00:01 Alnæmi vaxandi vandamál í Evrópu Hlutfallsleg fjölgun HIV-smitaðra er meiri í löndum Evrópu en í Afríku þar sem búa 70% allra HIV smitaðra í heiminum. Alnæmi er yfirleitt tengt þróunarlöndum en vandamálið er vaxandi í Evópu með tilkomu nýrra aðildarlanda. 8.9.2004 00:01 Bretar vilja ekki Bush Flestir Bretar vilja sjá Bush Bandaríkjaforseta hverfa úr embætti sínu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var þar í landi. 52 prósent Breta vilja að Kerry verði næsti forseti Bandaríkjanna en minna en þriðjungur styður forsetann. 8.9.2004 00:01 Til jarðar eftir þrjú ár í geymnum Könnunarfarið Genesis, sem sent var frá jörðu árið 2001 til að safna sýnum úr sólinni, mun koma farmi sínum til jarðar í dag. Hylki með sýnunum mun ferðast í gegnum gufuhvolf jarðar á 40 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, og lendir í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum með aðstoð fallhlífar. 8.9.2004 00:01 Misstu hylki með sólarsýnum Eitthvert sérkennilegasta verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, hin síðari ár, mistókst hrapallega í dag. Ómannað far, sem hefur safnað öreindum úr geimnum, eða svokölluðu stjörnuryki, til þess að hægt sé að komast að því hvernig heimurinn varð til, hrapaði til jarðar síðdegis. 8.9.2004 00:01 Kerry í árásarham John Kerry og hans fólk er farið að ráðast að George W. Bush í ríkari mæli en áður í kosningabaráttunni. Þetta kemur í kjölfar viðtals Kerrys við Bill Clinton og skoðanakannana sem sýna Bush með mun meira fylgi en Kerry.</font /></b /> 8.9.2004 00:01 Möguleiki að breyta stefnunni Þýsk stjórnvöld munu breyta stefnu sinni í uppstokkun á velferðarkerfinu ef breytingarnar verða ekki til þess að hleypa auknum krafti í þýskt velferðarlíf, sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, í gær. Hann þvertók hins vegar fyrir að gera nokkrar breytingar fyrr en í ljós kæmi hvort uppstokkunin myndi skila árangri. 8.9.2004 00:01 Fé til höfuðs Tsjetsjenum Rússneska leynilögreglan hefur boðið andvirði 700 milljóna króna hverjum þeim sem veitir henni upplýsingar sem leiða til þess að tveir tsjetsjenskir uppreisnarmenn verði handteknir eða þeim komið fyrir kattarnef. Mennirnir eru Shamil Basayev og Aslan Maskhadov sem Rússar gruna um að hafa skipulagt gíslatökuna í Beslan sem endaði með blóðbaði. 8.9.2004 00:01 Lögbann á framsalið Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, hefur fengið samþykkt lögbann á áform japanskra stjórnvalda um að framselja hann til Bandaríkjanna. Japanskur dómstóll úrskurðaði að hann skyldi ekki framseldur fyrr en dómur hefði fallið í málsókn hans gegn stjórnvöldum til að fá framsalsúrskurðinn felldan úr gildi. 8.9.2004 00:01 Hamas hefur rétt á hefndum Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, sagði að Hamasliðar hafi fullan rétt til að hefna sín fyrir loftárás Ísraelsmanna í fyrradag sem kostaði fjórtán Hamasliða lífið. 8.9.2004 00:01 Breytir legu múrsins Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að breyta legu veggsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn. Eftir breytinguna verður veggurinn byggður nær Ísrael en áður var stefnt að og vegna þessa verða nokkrar landnemabyggðir Ísraela Palestínumegin við múrinn. 8.9.2004 00:01 Skotin í höfuðið í skólastofunni Tíu ára palestínsk stúlka liggur lífshættulega særð á sjúkrahúsi eftir að hún fékk skot í höfuðið þar sem hún sat við borð sitt í kennslustofu í skóla Sameinuðu þjóðanna í Khan Younis-flóttamannabúðunum í Gaza. 8.9.2004 00:01 Sautján létust í eldsvoða í námu Sautján námamenn létust þegar eldur braust út í koparnámu í Kastamonuhéraði í norðurhluta Tyrklands. Níu mönnum sem lokuðust inni í námunni þegar eldurinn braust út var bjargað úr henni eftir að björgunarmönnum tókst að slökkva eldana. Allir voru þeir meira eða minna slasaðir. Einhverra var þó enn saknað síðla í gær og unnið að því að bjarga þeim. 8.9.2004 00:01 Vongóðir um árangur Vonir eru bundnar við að samkomulag náist milli tveggja stærstu stjórnmálaflokka Norður-Írlands á samningafundi í næstu viku um að mynda nýja heimastjórn. Slíkt hefur reynst þeim um megn frá því flokkar harðlínumanna kaþólikka og mótmælenda urðu tveir stærstu flokkar landsins í þingkosningum í nóvember í fyrra. 8.9.2004 00:01 Flokkadrættir í Verkamannaflokknum Leikurinn er farinn að hitna í breskum stjórnmálum fyrir væntanlegar þingkosningar næsta vor. Ráðherra sagði af sér á mánudag og uppi eru vangaveltur um uppstokkun í ráðherraliði Blair. </font /></b /> 8.9.2004 00:01 Vill opinbera rannsókn "Almenningur væntir þess að þetta atvik verði rannsakað vel og ítarlega," sagði Mikhail Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, þegar hann hvatti rússnesk stjórnvöld til að láta fara fram opinbera rannsókn á harmleiknum í íþróttahúsi skólabyggingar í Beslan þar sem á fjórða hundrað manns létu lífið. 8.9.2004 00:01 Kvikmyndahellir finnst undir París Kvikmyndasalur hefur fundist í einum af neðanjarðargöngum Parísar. Lögreglan hefur engan grun um hver eða hvenær hellirinn var byggður en hann er um 400 fermetrar og 18 metrum undir yfirborði jarðar. Svalir og stólar hafa verið hoggnir í bergið. 8.9.2004 00:01 Ná saman um nokkur deiluefni Viðræður Indverja og Pakistana um Kasmír eru farnar að bera árangur. Í gær tilkynntu fulltrúar ríkjanna að þeir væru að íhuga að draga hluta herliðs síns frá Siachenjökli og sögðu frá því að samkomulag hefði náðst á ýmsum öðrum sviðum. 8.9.2004 00:01 Hjálparsamtök fara frá Írak Meirihluti þeirra alþjóðlegu hjálparsamtaka sem enn starfa í Írak íhugar nú að hætta allri starfsemi þar og kalla starfsmenn sína heim. Byssumenn ruddust inn á skrifstofu ítalskra hjálparsamtaka um hábjartan dag í gær og rændu tveimur ítölskum konum sem þar unnu. 8.9.2004 00:01 Enginn Tsjetsjeni í hópnum Enginn Tsjetsjeni er á meðal þeirra hryðjuverkamanna sem tekist hefur að bera kennsl á, eftir árásina á barnaskólann í Beslan. Þrátt fyrir það segja rússnesk yfirvöld að sjálfsstæðisleiðtogar Tsjetsjena beri ábyrgð á verknaðinum og hafa hótað að leita þá uppi og myrða hvar sem þeir eru í heiminum. 8.9.2004 00:01 Frances skall aftur á Flórída Hitabeltisstormurinn Frances, sem áður var fellibylurinn Frances, skall á Flórída í annað sinn í nótt eftir að hafa gert stuttan stans á Mexíkóflóa og safnað þar kröftum. Verulega hefur dregið úr krafti Frances, sem er nú raunar orðin hitabeltislægð, en hann var í nótt yfir miðhluta Georgíuríkis. 7.9.2004 00:01 Engin opinber rannsókn í Beslan Engin opinber rannsókn fer fram á því hvernig hryðjuverkamenn gátu falið vopn í skólanum í Beslan og hertekið hann. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er mótfallinn slíkri rannsókn og viðræðum við aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu. Hann segir eins hægt að bjóða Ósama bin Laden til fundar í Hvíta húsið. 7.9.2004 00:01 100 hafa farist í Kína Hundrað manns hið minnsta hafa týnt lífi í flóðum í suðvestur Kína og þúsundir hafa strandað í miðjum vatnselgnum. Skyndiflóð og aurskriður eru sagðar ástæður mannfallsins og sæta yfirvöld nú gagnrýni fyrir að grípa ekki til neinna aðgerða til að fyrirbyggja flóð og vara við þeim. 7.9.2004 00:01 Rangt stríð á röngum stað ... Rangt stríð á röngum stað á röngum tíma. Þetta segir John Kerry um stríðið í Írak og gagnrýnir Bush forseta harðlega. Í herbúðum Bush yppta menn öxlum og segja þetta dæmigert fyrir Kerry, sem enn og aftur hefur skipt um skoðun. 7.9.2004 00:01 Greftrunarstaðir frá 13. öld Fornleifafræðingar hafa fundið þrjá greftrunarstaði í Inglefield Land á Norðvestur-Grænlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem greftrunarstaðir finnast svo langt í norðri. Frá þessu var greint í ríkisútvarpi Grænlands. 7.9.2004 00:01 Ítölskum konum rænt í Írak Hjálparsamtök í Írak halda því fram að tveimur ítölskum konum hafi verið rænt í miðborg Bagdad. Konurnar voru sjálfboðaliðar í samtökunum „Brú til Bagdad“ sem sinna hjálparstörfum í landinu og voru stofnuð í kjölfar fyrra Írakstríðsins árið 1991. Vitni segja að konurnar hafi verið numdar á brott ásamt tveimur Írökum. 7.9.2004 00:01 Blóðug átök í Sadr-borg Blóðug átök hafa kostað á fjórða tug manna lífið í fátækrahverfinu Sadr-borg í Írak undanfarinn sólarhring. Hundrað og sjötíu Írakar hafa særst í átökunum. Einn bandarískur hermaður liggur í valnum og nokkrir eru sárir. 7.9.2004 00:01 130 föngum sleppt í Ísrael Ísraelar hófu að sleppa 130 palestínskum föngum í dag í aðgerð til að fækka í yfirfullum fangelsum landsins. Fleiri föngum hefur ekki verið sleppt í einu í Ísrael í meira en sjö mánuði. 7.9.2004 00:01 Enn mismælir Bush sig George Bush Bandaríkjaforseti virðist hafa mismælt sig á mjög svo vandræðalegan hátt í gær þegar hann hélt þó hefðbundna framboðsræðu um aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu. Bush sagði nauðsynlegt að grípa til aðgerða gegn auknum fjölda fáránlegra lögsókna í landinu gegn læknum því of margir læknar misstu störf sín vegna þeirra. 7.9.2004 00:01 Bauð löggunni maríjúana Þýskur piltur var handtekinn síðastliðinn föstudag fyrir að reyna að selja maríjúana. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ungi maðurinn, sem er 17 ára gamall, var staddur í afmæli hjá lögreglumanni þegar hann bauð gestunum varninginn en langflestir gestanna voru lögreglumenn. 7.9.2004 00:01 Baráttan hafin Sár fátækt, öryggisleysi og mikill hægagangur í uppbyggingu Afganistans eru meginefni kosningabaráttunnar sem nú er hafin, þeirrar fyrstu í sögu landsins. Átján frambjóðendur hafa gefið kost á sér í forsetakosningunum sem fara fram eftir mánuð. 7.9.2004 00:01 Þingið fór tífalt fram úr áætlun Skotar hafa getið sér orðspor fyrir nísku en þess verður ekki vart á skoska þinginu. Glæsileg bygging sem hýsir þingið hefur verið tekin í notkun, þremur árum á eftir áætlun og eftir að framkvæmdir reyndust tífalt dýrari en upphaflega var gert ráð fyrir. 7.9.2004 00:01 Fjórtán létust í loftárás Í það minnsta fjórtán palestínskir vígamenn létu lífið þegar ísraelsk herþyrla skaut flugskeytum að þjálfunarbúðum Hamas-hreyfingarinnar á Gaza-svæðinu. Þrjátíu til viðbótar særðust í einhverri mannskæðustu loftárás Ísraela á Palestínumenn frá því átök þeirra á milli brutust út fyrir tæpum fjórum árum síðan. 7.9.2004 00:01 Litlu munar á stóru flokkunum Munur á fylgi tveggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands mælist innan skekkjumarka í nýrri skoðanakönnun Populus um fylgi flokkanna. Verkamannaflokkurinn nýtur stuðnings 32 prósenta kjósenda en Íhaldsflokkurinn 30 prósenta.<font face="Helv"></font> 7.9.2004 00:01 Mannskæð flóð í Kína Á annað hundrað manns fórust og tuga er saknað eftir miklar rigningar og flóð í suðvesturhluta Kína. Níu þúsund manns til viðbótar voru fluttir veikir eða slasaðir á sjúkrahús vegna flóðanna og aurskriða sem fylgdu vatnsveðrinu. 7.9.2004 00:01 Fjörutíu létust í bardögum Í það minnsta fjörutíu manns létu lífið í bardögum og árásum víðs vegar í Írak í gær. Flestir féllu í bardögum í Sadr-borg, fátæktarhverfi í Bagdad. Þar létust 34 í hörðum bardögum og nær 200 manns til viðbótar voru fluttir særðir á sjúkrahús. 7.9.2004 00:01 Möguleiki á samningum Norður-írsku stjórnmálaflokkarnir gætu komist að samkomulagi um stjórnarmyndun áður en næsta vika er liðin, sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um stjórnarmyndunarviðræður flokkanna á sitt hvorum kanti norður-írskra stjórnmála, Sinn Fein og Sambandssinnaflokks Ian Paisley. 7.9.2004 00:01 Grimmd Tsjetsjena Augu alheimsins beinast að Rússlandi í kjölfar hörmunganna í Beslan. Pútín forseti Rússlands hefur verið gagnrýndur heima og erlendis. Hernaður og ódæði eru Tsjetsjenum í blóð borin. </font /></b /> 7.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Heita peningaverðlaunum Rússnesk yfirvöld hafa nú heitið sem nemur tíu milljónum dollara, eða tæplega 730 milljónum króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku tsjetsjenskra uppreisnarleiðtoga. 8.9.2004 00:01
Sprengjur rigna yfir Fallujah Bandarískar orrustuþotur létu sprengjum rigna yfir borgina Fallujah í Írak í nótt, en talsmenn hersins segja yfir hundrað skæruliða hafa fallið þar í gærdag. Mikil andspyrna er við herlið Bandaríkjanna í Fallujah. 8.9.2004 00:01
24 létust í Songda fellibylnum Tuttugu og fjórir týndu lífi þegar fellibylurinn Songda leið yfir norðurhluta Japans. Fimmtán er saknað og um 700 slösuðust. Songda er einhver öflugasti stormur sem gengið hefur yfir Japan í áraraðir, en mikil rigning fylgdi honum. 8.9.2004 00:01
Styðja ekki Bush í ár Svokallaðir Logcabin eða bjálkakofa-repúblíkanar, það er að segja samkynhneigðir repúblíkanar, hafa ákveðið að styðja ekki forsetaframboð George Bush í ár. Hópurinn studdi Bush árið 2000, en talmenn hans segja Bush nú stefna að því að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna þannig að mismunun verði stjórnarskrárbundin. 8.9.2004 00:01
Áfangasigur fyrir Fischer Japanskur réttur féllst í morgun á að setja lögbann á fyrirskipun japanskra stjórnvalda um að vísa skákmeistaranum Bobby Fisher úr landi og framselja hann til Bandaríkjanna. Lögmaður Fishers segir þetta mikinn áfangasigur í baráttu Fishers fyrir því að verða ekki framseldur, þar sem réttarhöld og dómur bíða hans í Bandaríkjunum. 8.9.2004 00:01
Rán tveggja kvenna veldur uppnámi Tveimur ítölskum konum, sem starfa fyrir hjálparsamtök í Írak, var rænt á skrifstofum samtakanna í gær. Málið hefur valdið miklu uppnámi á Ítalíu enda skammt síðan mannræningjar myrtu ítalskan fréttamann í Írak. 8.9.2004 00:01
Thatcher formlega stefnt Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið formlega stefnt fyrir aðild sína að valdaráni í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu. Hann mun koma fyrir rétt 22. september næstkomandi. 8.9.2004 00:01
Sakaður um að leyna upplýsingum Bandarískur öldungadeildarþingmaður sakar ríkisstjórn George Bush um að hafa haldið leyndum upplýsingum um tengsl yfirvalda í Sádi-Arabíu við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin ellefta september. 8.9.2004 00:01
Alnæmi vaxandi vandamál í Evrópu Hlutfallsleg fjölgun HIV-smitaðra er meiri í löndum Evrópu en í Afríku þar sem búa 70% allra HIV smitaðra í heiminum. Alnæmi er yfirleitt tengt þróunarlöndum en vandamálið er vaxandi í Evópu með tilkomu nýrra aðildarlanda. 8.9.2004 00:01
Bretar vilja ekki Bush Flestir Bretar vilja sjá Bush Bandaríkjaforseta hverfa úr embætti sínu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var þar í landi. 52 prósent Breta vilja að Kerry verði næsti forseti Bandaríkjanna en minna en þriðjungur styður forsetann. 8.9.2004 00:01
Til jarðar eftir þrjú ár í geymnum Könnunarfarið Genesis, sem sent var frá jörðu árið 2001 til að safna sýnum úr sólinni, mun koma farmi sínum til jarðar í dag. Hylki með sýnunum mun ferðast í gegnum gufuhvolf jarðar á 40 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, og lendir í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum með aðstoð fallhlífar. 8.9.2004 00:01
Misstu hylki með sólarsýnum Eitthvert sérkennilegasta verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, hin síðari ár, mistókst hrapallega í dag. Ómannað far, sem hefur safnað öreindum úr geimnum, eða svokölluðu stjörnuryki, til þess að hægt sé að komast að því hvernig heimurinn varð til, hrapaði til jarðar síðdegis. 8.9.2004 00:01
Kerry í árásarham John Kerry og hans fólk er farið að ráðast að George W. Bush í ríkari mæli en áður í kosningabaráttunni. Þetta kemur í kjölfar viðtals Kerrys við Bill Clinton og skoðanakannana sem sýna Bush með mun meira fylgi en Kerry.</font /></b /> 8.9.2004 00:01
Möguleiki að breyta stefnunni Þýsk stjórnvöld munu breyta stefnu sinni í uppstokkun á velferðarkerfinu ef breytingarnar verða ekki til þess að hleypa auknum krafti í þýskt velferðarlíf, sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, í gær. Hann þvertók hins vegar fyrir að gera nokkrar breytingar fyrr en í ljós kæmi hvort uppstokkunin myndi skila árangri. 8.9.2004 00:01
Fé til höfuðs Tsjetsjenum Rússneska leynilögreglan hefur boðið andvirði 700 milljóna króna hverjum þeim sem veitir henni upplýsingar sem leiða til þess að tveir tsjetsjenskir uppreisnarmenn verði handteknir eða þeim komið fyrir kattarnef. Mennirnir eru Shamil Basayev og Aslan Maskhadov sem Rússar gruna um að hafa skipulagt gíslatökuna í Beslan sem endaði með blóðbaði. 8.9.2004 00:01
Lögbann á framsalið Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, hefur fengið samþykkt lögbann á áform japanskra stjórnvalda um að framselja hann til Bandaríkjanna. Japanskur dómstóll úrskurðaði að hann skyldi ekki framseldur fyrr en dómur hefði fallið í málsókn hans gegn stjórnvöldum til að fá framsalsúrskurðinn felldan úr gildi. 8.9.2004 00:01
Hamas hefur rétt á hefndum Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, sagði að Hamasliðar hafi fullan rétt til að hefna sín fyrir loftárás Ísraelsmanna í fyrradag sem kostaði fjórtán Hamasliða lífið. 8.9.2004 00:01
Breytir legu múrsins Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að breyta legu veggsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn. Eftir breytinguna verður veggurinn byggður nær Ísrael en áður var stefnt að og vegna þessa verða nokkrar landnemabyggðir Ísraela Palestínumegin við múrinn. 8.9.2004 00:01
Skotin í höfuðið í skólastofunni Tíu ára palestínsk stúlka liggur lífshættulega særð á sjúkrahúsi eftir að hún fékk skot í höfuðið þar sem hún sat við borð sitt í kennslustofu í skóla Sameinuðu þjóðanna í Khan Younis-flóttamannabúðunum í Gaza. 8.9.2004 00:01
Sautján létust í eldsvoða í námu Sautján námamenn létust þegar eldur braust út í koparnámu í Kastamonuhéraði í norðurhluta Tyrklands. Níu mönnum sem lokuðust inni í námunni þegar eldurinn braust út var bjargað úr henni eftir að björgunarmönnum tókst að slökkva eldana. Allir voru þeir meira eða minna slasaðir. Einhverra var þó enn saknað síðla í gær og unnið að því að bjarga þeim. 8.9.2004 00:01
Vongóðir um árangur Vonir eru bundnar við að samkomulag náist milli tveggja stærstu stjórnmálaflokka Norður-Írlands á samningafundi í næstu viku um að mynda nýja heimastjórn. Slíkt hefur reynst þeim um megn frá því flokkar harðlínumanna kaþólikka og mótmælenda urðu tveir stærstu flokkar landsins í þingkosningum í nóvember í fyrra. 8.9.2004 00:01
Flokkadrættir í Verkamannaflokknum Leikurinn er farinn að hitna í breskum stjórnmálum fyrir væntanlegar þingkosningar næsta vor. Ráðherra sagði af sér á mánudag og uppi eru vangaveltur um uppstokkun í ráðherraliði Blair. </font /></b /> 8.9.2004 00:01
Vill opinbera rannsókn "Almenningur væntir þess að þetta atvik verði rannsakað vel og ítarlega," sagði Mikhail Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, þegar hann hvatti rússnesk stjórnvöld til að láta fara fram opinbera rannsókn á harmleiknum í íþróttahúsi skólabyggingar í Beslan þar sem á fjórða hundrað manns létu lífið. 8.9.2004 00:01
Kvikmyndahellir finnst undir París Kvikmyndasalur hefur fundist í einum af neðanjarðargöngum Parísar. Lögreglan hefur engan grun um hver eða hvenær hellirinn var byggður en hann er um 400 fermetrar og 18 metrum undir yfirborði jarðar. Svalir og stólar hafa verið hoggnir í bergið. 8.9.2004 00:01
Ná saman um nokkur deiluefni Viðræður Indverja og Pakistana um Kasmír eru farnar að bera árangur. Í gær tilkynntu fulltrúar ríkjanna að þeir væru að íhuga að draga hluta herliðs síns frá Siachenjökli og sögðu frá því að samkomulag hefði náðst á ýmsum öðrum sviðum. 8.9.2004 00:01
Hjálparsamtök fara frá Írak Meirihluti þeirra alþjóðlegu hjálparsamtaka sem enn starfa í Írak íhugar nú að hætta allri starfsemi þar og kalla starfsmenn sína heim. Byssumenn ruddust inn á skrifstofu ítalskra hjálparsamtaka um hábjartan dag í gær og rændu tveimur ítölskum konum sem þar unnu. 8.9.2004 00:01
Enginn Tsjetsjeni í hópnum Enginn Tsjetsjeni er á meðal þeirra hryðjuverkamanna sem tekist hefur að bera kennsl á, eftir árásina á barnaskólann í Beslan. Þrátt fyrir það segja rússnesk yfirvöld að sjálfsstæðisleiðtogar Tsjetsjena beri ábyrgð á verknaðinum og hafa hótað að leita þá uppi og myrða hvar sem þeir eru í heiminum. 8.9.2004 00:01
Frances skall aftur á Flórída Hitabeltisstormurinn Frances, sem áður var fellibylurinn Frances, skall á Flórída í annað sinn í nótt eftir að hafa gert stuttan stans á Mexíkóflóa og safnað þar kröftum. Verulega hefur dregið úr krafti Frances, sem er nú raunar orðin hitabeltislægð, en hann var í nótt yfir miðhluta Georgíuríkis. 7.9.2004 00:01
Engin opinber rannsókn í Beslan Engin opinber rannsókn fer fram á því hvernig hryðjuverkamenn gátu falið vopn í skólanum í Beslan og hertekið hann. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er mótfallinn slíkri rannsókn og viðræðum við aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu. Hann segir eins hægt að bjóða Ósama bin Laden til fundar í Hvíta húsið. 7.9.2004 00:01
100 hafa farist í Kína Hundrað manns hið minnsta hafa týnt lífi í flóðum í suðvestur Kína og þúsundir hafa strandað í miðjum vatnselgnum. Skyndiflóð og aurskriður eru sagðar ástæður mannfallsins og sæta yfirvöld nú gagnrýni fyrir að grípa ekki til neinna aðgerða til að fyrirbyggja flóð og vara við þeim. 7.9.2004 00:01
Rangt stríð á röngum stað ... Rangt stríð á röngum stað á röngum tíma. Þetta segir John Kerry um stríðið í Írak og gagnrýnir Bush forseta harðlega. Í herbúðum Bush yppta menn öxlum og segja þetta dæmigert fyrir Kerry, sem enn og aftur hefur skipt um skoðun. 7.9.2004 00:01
Greftrunarstaðir frá 13. öld Fornleifafræðingar hafa fundið þrjá greftrunarstaði í Inglefield Land á Norðvestur-Grænlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem greftrunarstaðir finnast svo langt í norðri. Frá þessu var greint í ríkisútvarpi Grænlands. 7.9.2004 00:01
Ítölskum konum rænt í Írak Hjálparsamtök í Írak halda því fram að tveimur ítölskum konum hafi verið rænt í miðborg Bagdad. Konurnar voru sjálfboðaliðar í samtökunum „Brú til Bagdad“ sem sinna hjálparstörfum í landinu og voru stofnuð í kjölfar fyrra Írakstríðsins árið 1991. Vitni segja að konurnar hafi verið numdar á brott ásamt tveimur Írökum. 7.9.2004 00:01
Blóðug átök í Sadr-borg Blóðug átök hafa kostað á fjórða tug manna lífið í fátækrahverfinu Sadr-borg í Írak undanfarinn sólarhring. Hundrað og sjötíu Írakar hafa særst í átökunum. Einn bandarískur hermaður liggur í valnum og nokkrir eru sárir. 7.9.2004 00:01
130 föngum sleppt í Ísrael Ísraelar hófu að sleppa 130 palestínskum föngum í dag í aðgerð til að fækka í yfirfullum fangelsum landsins. Fleiri föngum hefur ekki verið sleppt í einu í Ísrael í meira en sjö mánuði. 7.9.2004 00:01
Enn mismælir Bush sig George Bush Bandaríkjaforseti virðist hafa mismælt sig á mjög svo vandræðalegan hátt í gær þegar hann hélt þó hefðbundna framboðsræðu um aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu. Bush sagði nauðsynlegt að grípa til aðgerða gegn auknum fjölda fáránlegra lögsókna í landinu gegn læknum því of margir læknar misstu störf sín vegna þeirra. 7.9.2004 00:01
Bauð löggunni maríjúana Þýskur piltur var handtekinn síðastliðinn föstudag fyrir að reyna að selja maríjúana. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ungi maðurinn, sem er 17 ára gamall, var staddur í afmæli hjá lögreglumanni þegar hann bauð gestunum varninginn en langflestir gestanna voru lögreglumenn. 7.9.2004 00:01
Baráttan hafin Sár fátækt, öryggisleysi og mikill hægagangur í uppbyggingu Afganistans eru meginefni kosningabaráttunnar sem nú er hafin, þeirrar fyrstu í sögu landsins. Átján frambjóðendur hafa gefið kost á sér í forsetakosningunum sem fara fram eftir mánuð. 7.9.2004 00:01
Þingið fór tífalt fram úr áætlun Skotar hafa getið sér orðspor fyrir nísku en þess verður ekki vart á skoska þinginu. Glæsileg bygging sem hýsir þingið hefur verið tekin í notkun, þremur árum á eftir áætlun og eftir að framkvæmdir reyndust tífalt dýrari en upphaflega var gert ráð fyrir. 7.9.2004 00:01
Fjórtán létust í loftárás Í það minnsta fjórtán palestínskir vígamenn létu lífið þegar ísraelsk herþyrla skaut flugskeytum að þjálfunarbúðum Hamas-hreyfingarinnar á Gaza-svæðinu. Þrjátíu til viðbótar særðust í einhverri mannskæðustu loftárás Ísraela á Palestínumenn frá því átök þeirra á milli brutust út fyrir tæpum fjórum árum síðan. 7.9.2004 00:01
Litlu munar á stóru flokkunum Munur á fylgi tveggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands mælist innan skekkjumarka í nýrri skoðanakönnun Populus um fylgi flokkanna. Verkamannaflokkurinn nýtur stuðnings 32 prósenta kjósenda en Íhaldsflokkurinn 30 prósenta.<font face="Helv"></font> 7.9.2004 00:01
Mannskæð flóð í Kína Á annað hundrað manns fórust og tuga er saknað eftir miklar rigningar og flóð í suðvesturhluta Kína. Níu þúsund manns til viðbótar voru fluttir veikir eða slasaðir á sjúkrahús vegna flóðanna og aurskriða sem fylgdu vatnsveðrinu. 7.9.2004 00:01
Fjörutíu létust í bardögum Í það minnsta fjörutíu manns létu lífið í bardögum og árásum víðs vegar í Írak í gær. Flestir féllu í bardögum í Sadr-borg, fátæktarhverfi í Bagdad. Þar létust 34 í hörðum bardögum og nær 200 manns til viðbótar voru fluttir særðir á sjúkrahús. 7.9.2004 00:01
Möguleiki á samningum Norður-írsku stjórnmálaflokkarnir gætu komist að samkomulagi um stjórnarmyndun áður en næsta vika er liðin, sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um stjórnarmyndunarviðræður flokkanna á sitt hvorum kanti norður-írskra stjórnmála, Sinn Fein og Sambandssinnaflokks Ian Paisley. 7.9.2004 00:01
Grimmd Tsjetsjena Augu alheimsins beinast að Rússlandi í kjölfar hörmunganna í Beslan. Pútín forseti Rússlands hefur verið gagnrýndur heima og erlendis. Hernaður og ódæði eru Tsjetsjenum í blóð borin. </font /></b /> 7.9.2004 00:01