Erlent

2 látnir í lestarslysi í Svíþjóð

Að minnsta kosti tveir eru látnir í alvarlegu lestarslysi sem varð í suðurhluta Svíþjóðar í morgun. Lítil lest sem var á leið frá Karlskrona til Kristianstad rakst á vörubíl sem einhverra hluta vegna hafði verið skilinn eftir á lestarteinunum. Bílstjóri vörubílsins var ekki í honum þegar slysið varð og er nú yfirheyrður af lögreglu. Einn lestarvagnanna af þremur valt við áreksturinn og er óttast að fleiri kunni að finnast látnir undir vagninum. Auk hinna látnu slösuðust um fjörutíu manns. Slysið varð skammt frá barnaskóla og urðu mörg börn vitni að árekstrinum. Að auki voru margir farþeganna í lestinni börn og unglingar á leið í skóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×