Erlent

Nær 200 hafa farist í flóðum

Flóðin miklu í suðvesturhluta Kína hafa kostað 177 manns lífið og bitnað á alls ellefu milljón einstaklingum. Nokkur hundruð þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín og í Sichuan-héraði einu, sem hefur orðið einna verst úti, hafa 10.000 einstaklingar veikst eða slasast í hamförunum. Talið er að meira en 300.000 heimili hafi eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum í flóðunum. Rigning sem olli flóðunum stöðvaðist að mestu á miðvikudag en varað hefur verið við frekara óveðri á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×