Erlent

Ufsinn á 125 þúsund krónur

Þýskir ferðamenn fengu nýverið himinháar sektir fyrir eins konar landhelgisbrot í Noregi þegar þeir renndu í grandaleysi fyrir ufsa, sér til matar, í friðsælum norskum firði. Í firðinum eru líka laxeldiskvíar og eru veiðar stranglega bannaðar í grennd við þær þar sem ferðamenn hafa oftar en ekki látið öngla sína detta innan kvínna í von um lax á öngla sína. Þjóðverjarnir féllust á dómsátt upp á sem svarar 250 þúsund íslenskra króna, en fengu í sárabót að halda ufsunum tveimur sem þeir voru búnir að landa. Hvor ufsi leggur sig þá á 125 þúsund krónur en fengjust hér á fiskmarkaði fyrir innan við hundrað kall stykkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×