„Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2025 06:54 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hugmyndir arftaka síns í embætti um útlendingamál líta ágætlega út. Vísir/Ívar Fannar Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á reglum um dvalarleyfi hér á landi. Verkalýðsforkólfar eru á öndverðum meiði, á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekkert nýtt í hugmyndunum. Sagt var frá því á þriðjudag að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vildi „tempra kraftmikla fólksfjölgun" á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Gera ætti auknar kröfur til þeirra sem hingað komi á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfi, og miða dvalarleyfisveitingar út frá því hvað atvinnulífið þurfi. Kerfið á Íslandi sé opnara en á öðrum Norðurlöndum, og geri minni kröfur til þeirra sem hingað komi. Á öndverðum meiði Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, hefur gert alvarlegar athugasemdir við áform ráðherrans, og segir langflesta innflytjendur hér á landi koma frá EES-löndum, og þeir þurfi því ekki dvalarleyfi. Fólk sem helst þurfti dvalarleyfi sé fólk sem sinni störfum sem fólk innan EES fáist ekki til að starfa við. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og því kollegi Höllu, hefur lýst sig á öndverðum meiði og sagt að stjórnlausar dvalarleyfisveitingar séu ekki hagur neins. Það sé ekki slæmt að ráðherrann vilji herða skilyrðin, og slíkt muni vonandi stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði hér á landi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur þá fagnað orðum ráðherra, og sagt gildandi útlendingalög handónýt, líkt og hann hafi minnt á í nær áratug. Hugmyndir arftakans líti ágætlega út Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hugmyndir arftaka síns í embætti líta ágætlega út. „Enda er ekkert nýtt í máli dómsmálaráðherra. Það eru engar nýjar hugmyndir. Allt það sem að hún hefur verið að segja og nefndi í þessari grein sem hún skrifaði í gær – og eins það sem hún hefur verið að segja á síðustu vikum – þetta eru í raun allt stefnumál Sjálfstæðisflokksins,“ segir Guðrún. Mál sem ráðherrann hafi boðað séu allt mál sem Guðrún hafi haft á sinni þingmálaskrá á síðasta ári. Síðasta ríkisstjórn hafi farið í vinnu við að samræma íslenska löggjöf við lög Norðurlandanna. „Og þessar breytingar studdu ekki Viðreisn né Samfylkingin þegar greidd voru atkvæði um þær breytingar á Alþingi Íslendinga í fyrra. Við í Sjálfstæðisflokknum munum styðja allar breytingar í þá very að ná meiri festu í þennan málaflokk,“ segir Guðrún. „Norska leiðin“ Þorbjörg Sigríður vísaði meðal annars til svokallaðrar norskrar leiðar, sem feli í sér að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til samfélagsþátttöku. „Það hljómar auðvitað einkennilegaþegar ráðherra stígur hér fram og talar um „norska leið“ sem er í raun leið Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33 Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ 6. ágúst 2025 12:17 Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. 6. ágúst 2025 07:13 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Sagt var frá því á þriðjudag að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vildi „tempra kraftmikla fólksfjölgun" á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Gera ætti auknar kröfur til þeirra sem hingað komi á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfi, og miða dvalarleyfisveitingar út frá því hvað atvinnulífið þurfi. Kerfið á Íslandi sé opnara en á öðrum Norðurlöndum, og geri minni kröfur til þeirra sem hingað komi. Á öndverðum meiði Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, hefur gert alvarlegar athugasemdir við áform ráðherrans, og segir langflesta innflytjendur hér á landi koma frá EES-löndum, og þeir þurfi því ekki dvalarleyfi. Fólk sem helst þurfti dvalarleyfi sé fólk sem sinni störfum sem fólk innan EES fáist ekki til að starfa við. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og því kollegi Höllu, hefur lýst sig á öndverðum meiði og sagt að stjórnlausar dvalarleyfisveitingar séu ekki hagur neins. Það sé ekki slæmt að ráðherrann vilji herða skilyrðin, og slíkt muni vonandi stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði hér á landi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur þá fagnað orðum ráðherra, og sagt gildandi útlendingalög handónýt, líkt og hann hafi minnt á í nær áratug. Hugmyndir arftakans líti ágætlega út Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hugmyndir arftaka síns í embætti líta ágætlega út. „Enda er ekkert nýtt í máli dómsmálaráðherra. Það eru engar nýjar hugmyndir. Allt það sem að hún hefur verið að segja og nefndi í þessari grein sem hún skrifaði í gær – og eins það sem hún hefur verið að segja á síðustu vikum – þetta eru í raun allt stefnumál Sjálfstæðisflokksins,“ segir Guðrún. Mál sem ráðherrann hafi boðað séu allt mál sem Guðrún hafi haft á sinni þingmálaskrá á síðasta ári. Síðasta ríkisstjórn hafi farið í vinnu við að samræma íslenska löggjöf við lög Norðurlandanna. „Og þessar breytingar studdu ekki Viðreisn né Samfylkingin þegar greidd voru atkvæði um þær breytingar á Alþingi Íslendinga í fyrra. Við í Sjálfstæðisflokknum munum styðja allar breytingar í þá very að ná meiri festu í þennan málaflokk,“ segir Guðrún. „Norska leiðin“ Þorbjörg Sigríður vísaði meðal annars til svokallaðrar norskrar leiðar, sem feli í sér að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til samfélagsþátttöku. „Það hljómar auðvitað einkennilegaþegar ráðherra stígur hér fram og talar um „norska leið“ sem er í raun leið Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33 Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ 6. ágúst 2025 12:17 Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. 6. ágúst 2025 07:13 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33
Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ 6. ágúst 2025 12:17
Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. 6. ágúst 2025 07:13