„Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2025 06:54 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hugmyndir arftaka síns í embætti um útlendingamál líta ágætlega út. Vísir/Ívar Fannar Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á reglum um dvalarleyfi hér á landi. Verkalýðsforkólfar eru á öndverðum meiði, á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekkert nýtt í hugmyndunum. Sagt var frá því á þriðjudag að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vildi „tempra kraftmikla fólksfjölgun" á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Gera ætti auknar kröfur til þeirra sem hingað komi á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfi, og miða dvalarleyfisveitingar út frá því hvað atvinnulífið þurfi. Kerfið á Íslandi sé opnara en á öðrum Norðurlöndum, og geri minni kröfur til þeirra sem hingað komi. Á öndverðum meiði Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, hefur gert alvarlegar athugasemdir við áform ráðherrans, og segir langflesta innflytjendur hér á landi koma frá EES-löndum, og þeir þurfi því ekki dvalarleyfi. Fólk sem helst þurfti dvalarleyfi sé fólk sem sinni störfum sem fólk innan EES fáist ekki til að starfa við. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og því kollegi Höllu, hefur lýst sig á öndverðum meiði og sagt að stjórnlausar dvalarleyfisveitingar séu ekki hagur neins. Það sé ekki slæmt að ráðherrann vilji herða skilyrðin, og slíkt muni vonandi stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði hér á landi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur þá fagnað orðum ráðherra, og sagt gildandi útlendingalög handónýt, líkt og hann hafi minnt á í nær áratug. Hugmyndir arftakans líti ágætlega út Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hugmyndir arftaka síns í embætti líta ágætlega út. „Enda er ekkert nýtt í máli dómsmálaráðherra. Það eru engar nýjar hugmyndir. Allt það sem að hún hefur verið að segja og nefndi í þessari grein sem hún skrifaði í gær – og eins það sem hún hefur verið að segja á síðustu vikum – þetta eru í raun allt stefnumál Sjálfstæðisflokksins,“ segir Guðrún. Mál sem ráðherrann hafi boðað séu allt mál sem Guðrún hafi haft á sinni þingmálaskrá á síðasta ári. Síðasta ríkisstjórn hafi farið í vinnu við að samræma íslenska löggjöf við lög Norðurlandanna. „Og þessar breytingar studdu ekki Viðreisn né Samfylkingin þegar greidd voru atkvæði um þær breytingar á Alþingi Íslendinga í fyrra. Við í Sjálfstæðisflokknum munum styðja allar breytingar í þá very að ná meiri festu í þennan málaflokk,“ segir Guðrún. „Norska leiðin“ Þorbjörg Sigríður vísaði meðal annars til svokallaðrar norskrar leiðar, sem feli í sér að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til samfélagsþátttöku. „Það hljómar auðvitað einkennilegaþegar ráðherra stígur hér fram og talar um „norska leið“ sem er í raun leið Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33 Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ 6. ágúst 2025 12:17 Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. 6. ágúst 2025 07:13 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Sagt var frá því á þriðjudag að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vildi „tempra kraftmikla fólksfjölgun" á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Gera ætti auknar kröfur til þeirra sem hingað komi á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfi, og miða dvalarleyfisveitingar út frá því hvað atvinnulífið þurfi. Kerfið á Íslandi sé opnara en á öðrum Norðurlöndum, og geri minni kröfur til þeirra sem hingað komi. Á öndverðum meiði Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, hefur gert alvarlegar athugasemdir við áform ráðherrans, og segir langflesta innflytjendur hér á landi koma frá EES-löndum, og þeir þurfi því ekki dvalarleyfi. Fólk sem helst þurfti dvalarleyfi sé fólk sem sinni störfum sem fólk innan EES fáist ekki til að starfa við. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og því kollegi Höllu, hefur lýst sig á öndverðum meiði og sagt að stjórnlausar dvalarleyfisveitingar séu ekki hagur neins. Það sé ekki slæmt að ráðherrann vilji herða skilyrðin, og slíkt muni vonandi stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði hér á landi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur þá fagnað orðum ráðherra, og sagt gildandi útlendingalög handónýt, líkt og hann hafi minnt á í nær áratug. Hugmyndir arftakans líti ágætlega út Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hugmyndir arftaka síns í embætti líta ágætlega út. „Enda er ekkert nýtt í máli dómsmálaráðherra. Það eru engar nýjar hugmyndir. Allt það sem að hún hefur verið að segja og nefndi í þessari grein sem hún skrifaði í gær – og eins það sem hún hefur verið að segja á síðustu vikum – þetta eru í raun allt stefnumál Sjálfstæðisflokksins,“ segir Guðrún. Mál sem ráðherrann hafi boðað séu allt mál sem Guðrún hafi haft á sinni þingmálaskrá á síðasta ári. Síðasta ríkisstjórn hafi farið í vinnu við að samræma íslenska löggjöf við lög Norðurlandanna. „Og þessar breytingar studdu ekki Viðreisn né Samfylkingin þegar greidd voru atkvæði um þær breytingar á Alþingi Íslendinga í fyrra. Við í Sjálfstæðisflokknum munum styðja allar breytingar í þá very að ná meiri festu í þennan málaflokk,“ segir Guðrún. „Norska leiðin“ Þorbjörg Sigríður vísaði meðal annars til svokallaðrar norskrar leiðar, sem feli í sér að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til samfélagsþátttöku. „Það hljómar auðvitað einkennilegaþegar ráðherra stígur hér fram og talar um „norska leið“ sem er í raun leið Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33 Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ 6. ágúst 2025 12:17 Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. 6. ágúst 2025 07:13 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33
Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ 6. ágúst 2025 12:17
Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. 6. ágúst 2025 07:13