Erlent

Heimurinn vill Kerry

Könnun sem gerð var í 35 löndum um heim allan sýnir að flestir utan Bandaríkjanna vilji sjá demókratann John Kerry sem næsta forseta Bandaríkjanna, frekar en núverandi forseta, George Bush. Greinilegur stuðningur var við Kerry í 30 löndum en aðeins Filipseyjingar, Pólverjar og Nígeríumenn studdu Bush greinilega. Flestir töldu utanríkisstefnu Bush hafa svert ímynd Bandaríkjanna frá árinu 2000. Mesta fylgi Kerry koma frá Kanada og löndum vestur-Evrópu. Flestir studdu hann í Noregi eða 74 % en aðeins 7% þar í landi studdu Bush. Stuðningur við Kerry var einnig meiri í Suður-Ameríku. Ekki voru jafn skörp skil milli frambjóðendanna í Asíu þó aðeins Filipseyjingar styddu Bush greinilega. Þá voru þeir Kerry og Bush því sem næst jafnir í Indlandi og Taílandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×