Erlent

Þjóðarmorð í Darfur

Þjóðarmorð hafa átt sér stað í Darfur héraði í Súdan, sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell í dag á fundi með utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjanna. Hann sakaði stjórnvöld í landinu og Janjaweed uppreisnarhópinn um að bera ábyrgð á ódæðunum. Talið er að þessi ummæli Powells geti haft talsverð áhrif á samningaviðræður þar sem Sameinuðu þjóðirnar vega nú og meta tillögur Bandaríkjamanna um að beita stjórnvöld í Súdan refsiaðgerðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×