Getum alltaf átt von á árásum 9. september 2004 00:01 Átta létu lífið þegar sprengja sprakk fyrir framan ástralska sendiráðið í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, í gærmorgun. Hátt í 200 manns slösuðust í sprengingunni, sem var gríðarlega öflug. Á síðustu fimm árum hafa 260 manns látist í níu hryðjuverkaárásum í Indónesíu. Þeirra mannskæðust var sprengjuárásin á skemmtistað á ferðamannaeyjunni Balí þar sem 202 létu lífið. 33 meðlimir Jemaah Islamiyah-samtakanna hafa verið sakfelldir fyrir þá árás. Eftir árásina í gær voru stjórnvöld fljót að saka samtökin um að standa að henni. "Eftir það sem gerðist í Rússlandi og þetta stimplast það enn betur inn í kollinn á manni að maður er hvergi óhultur," segir Ómar Valdimarsson, sem hefur starfað í Djakarta í eitt ár á vegum Rauða krossins. "Í þessu landi getur maður alltaf átt von á þessu." "Í Djakarta eru gríðarlegar öryggisráðstafanir alls staðar. Hér fer enginn inn í stóru verslanirnar án þess að bílarnir séu speglaðir og að fólk fari í gegnum málmleitartæki. Það er skýrt eftirlit með öllu. Það hefur að vísu slaknað á því að undanförnu og fólk hefur hugsað með sér sem svo að þetta hljóti að vera í lagi núna. Árásin nú sýnir að það borgar sig kannski ekki að slaka mikið á," segir Ómar. Ómar býr nálægt ástralska sendiráðinu og vinnur í nágrenninu. Til að komast á milli fer hann um götuna þar sem sprengjan sprakk og var þar á ferð nokkru fyrir árásina. Útlendingar eru mjög varir um sig að sögn Ómars, sérstaklega Bandaríkjamenn og Ástralar. "Það er litið á Ástrala hér eins og Ameríkana í Evrópu. Dálitlir stóru bræður og tala svolítið digurbarkalega," segir hann. Bandaríkjamenn voru fljótir að bregðast við eftir árásina og voru búnir að bjóða Rauða krossinum fjárhagsaðstoð til að hjálpa særðu fólki stundarfjórðungi eftir að árásin var gerð. Auk hryðjuverkaárásanna eiga vopnuð átök sér stað á nokkrum stöðum í Indónesíu og það verða menn að hafa í huga þegar þeir ferðast þar um, segir Ómar. Fram undan er mikil ferðahelgi en mánudagur er frídagur vegna himnafarar Múhameðs spámanns. Ómar er á leið til Balí með 20 manna hópi vegna fundar. Hann segir óvíst hvort hópurinn komist vegna mikils öryggisviðbúnaðar. Erlent Fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Átta létu lífið þegar sprengja sprakk fyrir framan ástralska sendiráðið í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, í gærmorgun. Hátt í 200 manns slösuðust í sprengingunni, sem var gríðarlega öflug. Á síðustu fimm árum hafa 260 manns látist í níu hryðjuverkaárásum í Indónesíu. Þeirra mannskæðust var sprengjuárásin á skemmtistað á ferðamannaeyjunni Balí þar sem 202 létu lífið. 33 meðlimir Jemaah Islamiyah-samtakanna hafa verið sakfelldir fyrir þá árás. Eftir árásina í gær voru stjórnvöld fljót að saka samtökin um að standa að henni. "Eftir það sem gerðist í Rússlandi og þetta stimplast það enn betur inn í kollinn á manni að maður er hvergi óhultur," segir Ómar Valdimarsson, sem hefur starfað í Djakarta í eitt ár á vegum Rauða krossins. "Í þessu landi getur maður alltaf átt von á þessu." "Í Djakarta eru gríðarlegar öryggisráðstafanir alls staðar. Hér fer enginn inn í stóru verslanirnar án þess að bílarnir séu speglaðir og að fólk fari í gegnum málmleitartæki. Það er skýrt eftirlit með öllu. Það hefur að vísu slaknað á því að undanförnu og fólk hefur hugsað með sér sem svo að þetta hljóti að vera í lagi núna. Árásin nú sýnir að það borgar sig kannski ekki að slaka mikið á," segir Ómar. Ómar býr nálægt ástralska sendiráðinu og vinnur í nágrenninu. Til að komast á milli fer hann um götuna þar sem sprengjan sprakk og var þar á ferð nokkru fyrir árásina. Útlendingar eru mjög varir um sig að sögn Ómars, sérstaklega Bandaríkjamenn og Ástralar. "Það er litið á Ástrala hér eins og Ameríkana í Evrópu. Dálitlir stóru bræður og tala svolítið digurbarkalega," segir hann. Bandaríkjamenn voru fljótir að bregðast við eftir árásina og voru búnir að bjóða Rauða krossinum fjárhagsaðstoð til að hjálpa særðu fólki stundarfjórðungi eftir að árásin var gerð. Auk hryðjuverkaárásanna eiga vopnuð átök sér stað á nokkrum stöðum í Indónesíu og það verða menn að hafa í huga þegar þeir ferðast þar um, segir Ómar. Fram undan er mikil ferðahelgi en mánudagur er frídagur vegna himnafarar Múhameðs spámanns. Ómar er á leið til Balí með 20 manna hópi vegna fundar. Hann segir óvíst hvort hópurinn komist vegna mikils öryggisviðbúnaðar.
Erlent Fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira