Erlent

Breskir feður þykjast sofa

Helmingur breskra feðra sefur eða þykist sofa þegar lítil börn þeirra byrja að gráta á nóttunni. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem breska tímaritið Mother and Baby hefur látið gera. Það er ekki nóg með að 52 prósent feðra liggi sem fastast þó barnið gráti, 22 prósent til viðbótar drattast ekki á fætur fyrr en móðirin er komin fram úr. Þessi ræfilgangur feðranna endurspeglast í að 60 prósent mæðranna eru svekktar út í eiginmenn sína og þetta leiðir ennfremur til þess að 86 prósent nýbakaðra mæðra velja svefn fram yfir kynlíf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×