Erlent

Blair stokkar upp í ríkisstjórn

Tony Blair, forsætisráðherra Breta hefur stokkað upp í ríkisstjórn sinni, að því er virðist til að reyna að styrkja stöðu sína innan stjórnarinnar og ekki síður innan Verkamannaflokksins. Blair hefur fengið einn helsta stuðningsmann sinn; Alan Milburn sem áður gegndi embætti heilbrigðisráðherra, til að móta stefnu flokksins fyrir næstu kosningar. Að auki var aðstoðarmaður menntamálaráðherra lækkaður í tign en hann var talinn einn af helstu stuðningsmönnum Gordons Browns, fjármálaráðherra. Fréttaskýrendur segja að þessum breytingum sé beinlínis beint gegn Brown en hann og Blair hafa löngum eldað grátt silfur og barist um yfirráð í Verkamannaflokknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×