Erlent

Heimurinn öruggari en enn er hætta

"Við búum enn í hættulegu umhverfi. Það er enn til fólk sem vill vinna Bandaríkjunum mein," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkjamenn þó öruggari nú en um það leyti sem hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í New York og Washington fyrir þremur árum. Powell sagðist telja að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída, væri enn á lífi en sagði að hann gæti ekki verið viss. "Ég veit ekki hvar hann er. Ég veit ekki við hvers konar heilsu hann er. Ég trúi því að hann sé á lífi en get ekki sannað það. Hann er augljóslega í felum og á flótta." Síðustu tvö ár hefur bin Laden sent frá sér skilaboð fyrir 11. september til að hvetja menn sína áfram og minna á árásirnar 2001. Nú er það næstráðandi hans sem gerir það. Powell segir al-Kaída hafa sýnt að samtökin geti endurnýjað sig og fengið nýja menn til starfa. Hins vegar verði nýir leiðtogar þeirra ekki jafn öflugir og bin Laden.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×