Erlent

Fellibylurinn Ivan veldur óskunda

Fimmtán hafa látist á karabísku eyjunum eftir að fellibylurinn Ivan geystist yfir eyjarnar á 200 km hraða á klukkustund. Hús hafa jafnast við jörðu og rafmagnsleysi víða. Flest dauðsföllin urðu í Grenada og hefur forsætisráðherra landsins lýst yfir þjóðarhörmung. Fellibylurinn mun ganga yfir Jamaíka á morgun og yfir Kúbu um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×