Erlent

Síamstvíburar aðskildir

Tveggja ára gamlir síamstvíburar sem fæddust með samvaxin höfuð gætu farið að ganga einir fyrir áramót. Tvíburarnir, sem eru frá Filippseyjum, fóru í aðgerð í New York fyrir fimm vikum og heppnaðist hún mjög vel. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir að tvíburarnir hafi hlotið einstakan bata. Útlitið sé því mjög bjart. Tvíburarnir hafi þegar sýnt tilburði til þess að vilja standa einir en hálsvöðvar þeirra séu enn ekki nægilega sterkir til að halda höfðunum uppi. Þess vegna þurfi enn að halda á þeim líkt og ungbörnum. Læknirinn segir tvíburana reyndar tala óvenjulítið. Hann segir það hins vegar ekki þurfa að vera óvenjulegt því það sé alþekkt að tvíburar byrji seinna að tala en önnur börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×