Erlent

Breskt par drepið í Taílandi

Lögregla í Taílandi leitar að morðingja ungs bresks pars á bakpokaferðalagi í landinu. Svo virðist sem parið hafi lent í rifrildi við eiganda veitingahúss þar sem þau snæddu. Eigandinn er jafnframt einkaspæjari í Taílandi og hann virðist hafa hlaupið á eftir parinu, skotið manninn fyrst til bana og keyrt síðan á konuna og skotið. Svo virðist sem breski karlmaðurinn hafi verið ósáttur við það hvernig aðrir kúnnar á veitingastaðnum horfðu á kærustuna hans og rifrildið hafi spunnist upp úr því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×