Erlent

Neita að bera vitni

Vitni sem áttu að hjálpa málstað Slobodan Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseta, eru farin að neita að bera vitni að sögn lögmanna hans. Að þeirra sögn er fólkið ósátt við að forsetinn fyrrverandi fái ekki að verja sig sjálfur og bregðast því við með því að neita að mæta í réttarsal. Sjálfur er Milosevic afar ósáttur við að dómarar skipuðu honum verjendur. Dómararnir hafa boðið honum að spyrja vitni spurninga þegar lögmennirnir hafa lokið sér af en því hefur hann neitað og setið hljóður í réttarsalnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×