Fleiri fréttir

Kerry meiri hetja segir Bush

George Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ekki væri hægt að bera saman herþjónustu sína og andstæðings hans í forsetakjörinu, Johns Kerrys; Kerry hefði sýnt meiri hetjuskap.

Fjöldi manna látinn í sprengingu

Bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar samtaka flóttamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans, fyrr í dag. Fjöldi manna er látinn en ekki liggur fyrir á þessari stundu hve mannfallið er mikið. Vitni segja að vörubíl hafi verið ekið að byggingunni og hann hafi svo sprungið stuttu síðar.

Hundruð þúsunda mótmæla í New York

Búist er við að hundruð þúsunda muni taka þátt í mótmælaaðgerðum í New York í dag þar sem stefnu George Bush Bandaríkjaforseta verður mótmælt. Mótmælin eru þegar hafin en flokksráðstefna Repúblikanaflokksins hefst í borginni á morgun.

Sjö látnir í sprengjuárásum

Að minnsta kosti þrír bandarískir lögreglukennarar og tveir afganskir lögreglumenn létust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag. Fregnir herma að talíbanskur skæruliði hafi verið við stýrið á vörubílnum sem var ekið að höfuðstöðvum samtaka flóttamanna í borginni og þar sprengdur upp.

Múslimar fordæma mannránið

Ríkisstjórn Frakklands og talsmenn múslima í landinu hvöttu í dag írakska mannræningja, sem hafa tvo franska blaðamenn í haldi, til að sleppa þeim. Tilgangur mannræningjanna er að fá frönsk stjórnvöld til að aflétta banni sem kveður á um að múslimastúlkum sé bannað að bera höfuðklúta í frönskum skólum.

Fellibylir herja um heiminn

Hitabeltisstormurinn Gaston herjar nú á Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum með tilheyrandi úrkomu. Engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni vegna stormsins en nokkuð dró úr krafti hans. Hins vegar óttast menn mjög fellibylinn Frances sem nú er að safna í sig krafti á hafi úti en ekki er útilokað að hann komi að landi á Flórída.

Skotbardagi á skemmtistað

Maður vopnaður veiðiriffli gekk berserksgang á skemmtistað í Silkeborg í gær og urðu tveir menn fyrir skotum, að því er fram kemur í danska dagblaðinu Politiken.

Nauðlent í Aþenu

SAS-flugvélin SK 3052, sem í gærmorgun hélt frá Aþenu til Kaupmannahafnar með 180 farþega um borð, varð að nauðlenda í Aþenu.

Munch-ræningjar ófundnir

Ekki hefur tekist að upplýsa hverjir rændu málverkum eftir Edvard Munch en rannsóknardeild norsku lögreglunnar grunar að sömu menn hafi framið bankarán í Osló á síðasta ári sem enn er óupplýst.</font /></b />

Mannfall í Grosní og Kabúl

Einn maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan kjörstað í höfuðborginni Grosní í Tsjetsjeníu í dag. Róstursamt hefur verið í aðdraganda forsetakosninganna en fyrir utan sprenginguna í dag hafa kosningarnar að mestu farið vel fram. Niðurstöðurnar þykja fyrirfram gefnar.

Menntun flóttamanna viðurkennd

Nú stendur til að menntun flóttamanna sem búsettir eru í Noregi verði viðurkennd þó að skírteini eða gögn þess til sönnunar skorti.

15 ára brennuvargur

15 ára drengur var handtekinn í Vellinge í suður Svíþjóð í gær grunaður að íkveikju fleiri mannskæðra bruna og skógarelda.

Sökkt af flutningaskipi

Danska landhelgisgæslan telur stórt vöruflutningaskip hafa siglt danskan kútter niður skammt frá Kattegat en haldið ferðinni áfram í stað þess að tilkynna um slysið.

Raflost á lestarstöð

18 ára maður frá Malmö lést þegar hann hrasaði um 25 000 volta rafmagnsleiðara á lestarstöðinni Hovedbanegården í Kaupmannahöfn í gærmorgun.

Mannrán vegna höfuðklæðnaðar

Tveir franskir blaðamenn eiga nú líf sitt undir því að frönsk stjórnvöld hætti við að banna frönskum skólastúlkum að hylja hár sitt. Blaðamennirnir sitja í haldi uppreisnarhóps í Írak sem hefur gefið ríkisstjórn Frakklands tveggja sólahringa frest til að verða við kröfum þeirra.

Útnefningarhátíð í skugga mótmæla

Á þriðja þúsund þingfulltrúar, fimmtán þúsund blaðamenn og tugþúsundir mótmælenda eru komin til New York þar sem flokksþing repúblikana hefst í dag. Með því má segja að kosningabarátta George W. Bush Bandaríkjaforseta hefjist formlega en hann verður formlegur útnefndur forsetaefni repúblikana á fimmtudag, lokadegi þingsins.

Sóru embættiseið í nágrannaríki

Sómalskt bráðabirgðaþing er tekið til starfa, ekki í Sómalíu heldur í Naíróbí, höfuðborg nágrannaríkisins Kenía. Þar hafa leiðtogar helstu ættbálka Sómalíu unnið að því síðan í október 2002 að binda enda á borgarastríðið sem hefur valdið ringulreið í landinu frá því einræðisherrann Mohamed Siad Barre var hrakinn frá völdum árið 1991.

Átta létust í bílslysi

Átta létust og 54 slösuðust, þar af tólf alvarlega, þegar rúta lenti í árekstri við smárútu og þrjá fólksbíla á hraðbraut suður af Bordeaux í Frakklandi. Um fimmtíu Portúgalar, Spánverjar og Norður-Afríkubúar voru í rútunni, sem var á leið frá Portúgal til Parísar þegar slysið átti sér stað.

Mannskæðar árásir

Sextán manns létust og fjöldi manns særðist í tveimur sprengjuárásum í Afganistan. Níu börn og einn fullorðinn létu lífið þegar sprengja sprakk í skóla í Paktia-héraði í suðausturhluta landsins. Börnin sem létust voru á aldrinum sjö til fimmtán ára. Fimmtán til viðbótar særðust og voru þrír þeirra í lífshættu.

Synti sjötugur yfir Ermarsund

George Brunstad lét hvorki aldurinn né kaldan sjóinn stöðva sig þegar hann synti yfir Ermarsund. Brunstad, sem er sjötugur Bandaríkjamaður á eftirlaunum, var fimmtán klukkutíma og 59 mínútur á leiðinni, og varð þar með elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsund.

New York á öðrum endanum

New York borg er nú, venju fremur, á öðrum endanum enda verður flokksþing repúblikana sett þar á morgun. Borgin hefur ætíð verið mikil bækistöð demókrata og það kemur því kannski ekki á óvart að borgarbúar hafa síðustu daga kröftuglega mótmælt komu Bush og félaga.

Réðist á maraþonhlaupara

Brasilíski maraþonhlauparinn Vanderlei Lima vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Írinn Cornelius Horan hljóp upp að honum og ruddi honum út í áhorfendaskarann á stétt einnar götunnar sem þátttakendur í maraþonhlaupi Ólympíuleikanna hlupu eftir.

Aldrei fleiri án sjúkratrygginga

Einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum nýtur ekki sjúkratrygginga og fer hlutfallið hækkandi. Fimmta hvert barn fátækra foreldra nýtur engra trygginga. </font /></b />

Síðasta próf fyrir forsetakjör

Prófkjör fyrir kosningar til öldungadeildarinnar sem haldið verður í Flórída á morgun hefur þegar vakið mun meiri athygli en venja er til með slík prófkjör, sem oftast vekja ekki eftirtekt nema rétt í því ríki sem þau fara fram í.

Njósnari í Pentagon?

Leyniþjónusta Bandaríkjanna kannar nú hvort háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi stundað njósnir fyrir Ísrael. Grunur leikur á að embættismaðurinn hafi komið leynilegum gögnum um stefnu bandarískra stjórnvalda í málefnum Írans til ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld í Ísrael þverneita þessum ásökunum.

Sprenging á Spáni

Sprenging varð í miðstöð pílagríma í spænsku borginni Santiago de Compostela nú fyrir skömmu eftir því sem Reuters-fréttastofan hefur eftir útvarpsstöð þar í borg. Talið er að ekkert mannfall hafi orðið en hryðjuverkasamtökin ETA eru sögð hafa varað við sprengingunni stuttu áður en hún sprakk.

Báðum vélunum grandað

Leifar sprengiefnis, sem talið er að sé hexógen, hefur nú fundist í braki beggja flugvélanna sem hröpuðu í Rússlandi fyrr í vikunni. Í gær var greint frá því að sprengiefni hafi fundist í annarri vélinni en í dag tilkynnti rússneska rannsóknarnefndin að hexógen hafi einnig fundist í braki hinnar vélarinnar.

Hátt í 300 mótmælendur handteknir

Lögreglumenn í New York handtóku hátt í 300 manns eftir mótmæli gegn George W. Bush Bandaríkjaforseta og stefnu hans í Írak. Nokkur þúsund manns tóku þátt í mótmælunum aðfaranótt laugardags. Mótmælendur hjóluðu um götur New York, kölluðu slagorð gegn Bush og trufluðu umferð.

Undirbúa málsvörn

Lögmenn Augusto Pinochet eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir málsvörn einræðisherrans fyrrverandi gegn ákærum fyrir mannréttindabrot í stjórnartíð hans. Hæstiréttur Síle ákvað síðasta fimmtudag að svipta Pinochet friðhelgi sem honum var veitt þegar hann fór frá völdum.

Hryðjuverkahópar grönduðu vélunum

Ummerki um sprengiefni hafa nú fundist í flökum beggja rússnesku farþegaflugvélanna sem fórust fyrr í vikunni með áttatíu og níu menn innanborðs. Það þykir því liggja nokkuð ljóst fyrir að hryðjuverkahópar hafi grandað vélunum.

Sílikonbrjóst valda heilaskaða

Þá er það staðfest; sílikonbrjóst geta valdið heilaskaða. Komið hefur í ljós að allt að þrisvar sinnum meira magn af þungmálminum platínu, öðru nafni hvítagulli, finnst í líkama þeirra kvenna sem hafa látið stækka brjóstin á sér með sílikoni. Og eins og það sé ekki nóg, þá berst efnið líka í börn sem þessar konur eignast og hafa á brjósti.

Bandaríkin saka Ísrael um njósnir

Stjórnvöld í Ísrael hafa í dag þverneitað því að hafa stundað njósnir í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Rannsókn er hafin á því hvort embættismaður í ráðuneyti Rumsfelds hafi stolið trúnaðarupplýsingum um Miðausturlönd og smyglað þeim áfram til Ísraels.

Sprengjur í báðum flugvélum

Ummerki um sprengiefni hafa fundist í flökum beggja rússnesku farþegaflugvélanna sem fórust nær samtímis á þriðjudagskvöld. Þar með þykir ljóst að hryðjuverkamenn hafi grandað báðum flugvélunum en rússnesk yfirvöld héldu lengi opnum þeim möguleika að eitthvað annað hefði eytt flugvélunum.

Ísraelar grunaðir um njósnir

Embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er grunaður um njósnir í þágu Ísraela. Þeir neita öllu og segjast hafa hætt að njósna um Bandaríkin þegar njósnari þeirra var handtekinn þar fyrir tuttugu árum.</font /></b />

Uggur vegna kosninganna

Talsverð spenna og uggur ríkir í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í Tsjetsjeníu í dag. Þar á að kjósa eftirmann Akhmads Kadyrov sem ráðinn var af dögum fyrr á árinu.

Tryggingar gegn kjarnorkuvopnum

"Sem múslimar getum við ekki notað kjarnorkuvopn. Þeir sem geta ekki notað kjarnorkuvopn framleiða þau ekki," sagði Mohammad Khatami, forseti Írans, þegar hann reyndi að fullvissa umheiminn um að Íranar myndu ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Barist í Bagdad

Sadr-hverfið í Bagdad logaði í bardögum í gær og biðu í það minnsta fimm bana auk þess sem tugir manna særðust. Vígamenn úr röðum sjíamúslima börðust við bandaríska hermenn og sprengjum rigndi yfir hverfið.

Skátar í fangelsi

Skátum skýtur stundum upp þar sem menn eiga síst von á. Nú er þeim farið að fjölga innan veggja nokkurra fangelsa í Kentucky þar sem fangelsisyfirvöld telja skátastarf geta hjálpað föngum við að verða nýtir þjóðfélagsþegnar þegar þeir ljúka afplánun dóma sinna.

Powell fór ekki til Aþenu

Grískir andófsmenn fögnuðu sigri í dag og sögðust hafa þvingað Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að hætta við að heimsækja Ólympíuleikana í Aþenu. Ekki aldeilis segja aðstoðarmenn Powells; ráðherrann hefur bara of mikið að gera. 

Vottur af sprengiefni fannst

Hryðjuverk er nú talið langlíklegasta skýringin á því að tvær rússneskar farþegaþotur fórust fyrr í vikunni. Sprengiefni fannst í braki annarrar vélarinnar og öryggisþjónusta Rússlands telur nokkra farþega grunsamlega. 

Friður í Najaf

Friður hefur loks náðst í helgu borginni Najaf í Írak. Í Bagdad brutust hins vegar út átök þegar bandarískar hersveitir birtust. Bush Bandaríkjaforseti hefur viðurkennt í fyrsta sinn að hafa gert mistök í Írak. 

Enn eitt óleyst sakamál í Noregi

Norska lögreglan stendur frammi fyrir enn einu óleystu sakamálinu, eftir að þjófar brutust inn á athafnasvæði norska hersins á Jørstadmoen við Lillehammer í gær. Þjófarnir, sem gengu skipulega til verks í þetta sinn, komust yfir um 70 AG 3 vélbyssur og 20 skammbyssur eftir því sem lögreglan í Guðbrandsdal segir.

Búist við enn meiri lækkun

Olíuverð þokaðist upp á við í gær eftir að hafa lækkað í fimm daga. Sérfræðingar gera ráð fyrir frekari lækkun og að verðið verði í kringum 40 dollara á fatið, en ekki 50 eins og talið var fyrir réttri viku. Friðarsamkomulag í Írak er talið verða til þess að olíuverðið lækki enn frekar í dag.

Ítalskur blaðamaður drepinn

Ítalskur blaðamaður, sem rænt var í Írak fyrir skömmu, hefur verið drepinn. Mannræningjarnir sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis, að Enzo Baldoni hefði verið myrtur, þar sem ítölsk stjórnvöld hefðu ekki kallað hersveitir sínar heim frá Írak. Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að Baldoni hafi verið drepinn.

Breyta ekki stefnu sinni

Ítalska ríkisstjórnin lýsti því yfir í dag að hún myndi í engu breyta stefnu sinni, í Írak, þrátt fyrir morðið á ítölskum blaðamanni, þar í landi. Ræningjar Enzo Baldonis myrtu hann, í dag, eins og þeir höfðu hótað, ef ítalska ríkisstjórnin kallaði ekki hermenn sína heim, frá Írak.

Sjá næstu 50 fréttir