Erlent

Raflost á lestarstöð

18 ára maður frá Malmö lést þegar hann hrasaði um 25 000 volta rafmagnsleiðara á lestarstöðinni Hovedbanegården í Kaupmannahöfn í gærmorgun, segir Sydsvenskan. Maðurinn eyddi laugardagsnóttinni hjá kunningjum í Kaupmannahöfn og var trúlega á leið heim til Malmö með lest þegar slysið gerðist um 6 leytið. Vinir mannsins urðu vitni að slysinu og var ekið á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og veitt áfallahjálp. Danska lögreglan segir manninn hafa klifrað upp í mastur en dottið og lent á leiðslunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×