Erlent

Átta létust í bílslysi

Átta létust og 54 slösuðust, þar af tólf alvarlega, þegar rúta lenti í árekstri við smárútu og þrjá fólksbíla á hraðbraut suður af Bordeaux í Frakklandi. Um fimmtíu Portúgalar, Spánverjar og Norður-Afríkubúar voru í rútunni, sem var á leið frá Portúgal til Parísar þegar slysið átti sér stað. Ökumaður smárútunnar, sex konur og ungur karlmaður létust í árekstrinum. Fjölmennt björgunarlið þusti á vettvang til að hlúa að slösuðum og leysa þá sem voru fastir í flökum bílanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×