Erlent

Sökkt af flutningaskipi

Tveggja danskra sjómanna er saknað eftir að báturinn FN 221 Inge Birthe sökk skammt frá Kattegat austan við Læsö, samkvæmt danska dagblaðinu Berlingske tidende. Málið er í rannsókn hjá dönsku landhelgisgæslunni. Hlutar bátsins fundust á 60 metra dýpi á föstudag en sjómennirnir tveir eru ófundnir. Leitinni hefur verið hætt í bili eftir að í ljós kom að kútterinn sökk vegna harkalegs áreksturs. Landhelgisgæslan telur stórt vöruflutningaskip hafa siglt hann niður en haldið ferðinni áfram í stað þess að tilkynna um slysið. Áverkar FN 221 Inge Birthe benda til kröftugs áreksturs en rannsóknarstjóri málsins, Lars Nielsen, telur ólíklegt að vöruflutningaskip geti siglt niður kútter án þess að þess yrði vart. "Kolólöglegt og siðlaust," segir hann í viðtali við BT í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×