Erlent

Sprenging á Spáni

Sprenging varð í miðstöð pílagríma í spænsku borginni Santiago de Compostela nú fyrir skömmu eftir því sem Reuters-fréttastofan hefur eftir útvarpsstöð þar í borg. Talið er að ekkert mannfall hafi orðið en hryðjuverkasamtökin ETA eru sögð hafa varað við sprengingunni stuttu áður en hún sprakk. Staðfesting á þessum fregnum hafa ekki fengist hjá yfirvöldum í Santiago sem er á Norður-Spáni. Þetta er áttunda sprengjutilræðið í þeim landshluta í ágústmánuði en öll hafa þau verið minniháttar. Myndin sýnir pílagríma ganga inn í dómkirkjuna í Santiago de Compostela á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×