Erlent

Skátar í fangelsi

Skátum skýtur stundum upp þar sem menn eiga síst von á. Nú er þeim farið að fjölga innan veggja nokkurra fangelsa í Kentucky þar sem fangelsisyfirvöld telja skátastarf geta hjálpað föngum við að verða nýtir þjóðfélagsþegnar þegar þeir ljúka afplánun dóma sinna. Skátastarfið er aðeins fyrir þá fanga sem eiga við slík andleg og sálræn vandamál að stríða að þroski þeirra er á við ungling undir átján ára aldri. Þeir geta unnið sér inn heiðursmerki fyrir hreinlæti, skilning á heimabókhaldi og að læra skyndihjálp. Markmiðið er að fangarnir eigi auðveldara með mannleg samskipti en áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×