Erlent

Tryggingar gegn kjarnorkuvopnum

"Sem múslimar getum við ekki notað kjarnorkuvopn. Þeir sem geta ekki notað kjarnorkuvopn framleiða þau ekki," sagði Mohammad Khatami, forseti Írans, þegar hann reyndi að fullvissa umheiminn um að Íranar myndu ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum. "Við erum að gera hvað það sem telst nauðsynlegt til að gefa tryggingu fyrir því að við leitumst ekki við að koma okkur upp kjarnorkuvopnum," sagði Khatami á blaðamannafundi í Teheran. Hann útskýrði þó ekki frekar í hverju slíkar tryggingar kynnu að felast. Írönsk stjórnvöld hafa þegar samþykkt alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkuverum sínum og herbækistöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×