Erlent

Njósnari í Pentagon?

Leyniþjónusta Bandaríkjanna kannar nú hvort háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi stundað njósnir fyrir Ísrael. Grunur leikur á að embættismaðurinn hafi komið leynilegum gögnum um stefnu bandarískra stjórnvalda í málefnum Írans til ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld í Ísrael þverneita þessum ásökunum. Þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti Ísraels og Bandaríkjanna enda hefur Bandaríkjastjórn ætíð litið á Ísrael sem eina af sínum nánustu vina- og stuðningsþjóðum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ísraelsstjórn er sökuð um að stunda njósnir í Bandaríkjunum. Leyniþjónustumaður í bandaríska sjóhernum var handtekinn og dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1985 fyrir að njósna fyrir Ísrael. Myndin er af Pentagon-byggingu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna eftir árásina 11. september 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×