Erlent

Nauðlent í Aþenu

SAS-flugvélin SK 3052, sem í gærmorgun hélt frá Aþenu til Kaupmannahafnar með 180 farþega um borð, varð að nauðlenda í Aþenu skömmu seinna vegna bilunar í hjóli, upplýsir norska dagblaðið Verdens Gang. Vélin var nýfarin í loftið þegar vandamálið kom í ljós en flogið var í tvær klukkustundir yfir borginni til að tæma eldsneytistankinn áður en hægt var að nauðlenda. Farþegar og áhörfn óttuðust um líf sitt og þegar vélin tók að lækka flugið bað flugfreyjan grátandi um að fólk beygði sig fram með höfuð milli fóta á meðan lendingunni stæði. Á flugbrautinni biðu lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar en lendingin tókst vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×