Fleiri fréttir

Annarri vélinni grandað

Hryðjuverkamenn grönduðu í það minnsta annarri rússnesku farþegaþotunni sem fórst fyrr í vikunni. Íslamskur öfgahópur segist hafa rænt báðum vélunum og sprengt þær í hefndarskyni fyrir morð á múslímum í Tsjetsjeníu. 

Loftið í Najaf lævi blandið

Loftið í Najaf er lævi blandið eftir að friðarsamkomulag náðist í nótt. Bardagamenn hafa yfirgefið helga mosku þar en undir niðri kraumar tortryggni og óvissa. 

Fátt nýtt í svörtu kössunum

Eftir að hafa rannsakað svörtu kassa rússnesku flugvélanna tveggja sem fórust í gær eru rannsóknarmenn engu nær um ástæður slysanna. Þó er vitað að áhöfn annarrar flugvélarinnar þrýsti á neyðarhnapp áður en slysið varð en ekkert var tilkynnt í gegnum talstöð.

Notar ólympíuleika í auglýsingum

Bandaríska Ólympíunefndin hefur formlega beðið George Bush forseta, um að hætta að nota myndir frá Ólympíuleikunum í kosningaauglýsingum sínum. Í auglýsingunni er birt mynd af fánum Íraks og Afganistans.

Clinton sér fyrir frið á N-Írlandi

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, telur að samsteypustjórn kaþólikka og mótmælenda komist á í Norður-Írlandi. Clinton stuðlaði að friðarsamningum milli deilenda á Norður-Írlandi árið 1998, helsta markmið samninganna var að þeir myndu stjórna saman.

Skjaldbökur frelsaðar

Fjórar skjaldbökur, sem fundust nær dauða en lífi á ströndinni í Cape Cod í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári hlutu í gær frelsi eftir að hafa notið umönnunar í sædýrasafni þar skammt frá.

Áróðursauglýsingar gegn Bush

Hundruðum milljóna dala er nú eitt í sjónvarpsauglýsingar og kosningaáróður í Bandaríkjunum. Stór hluti þess fjárausturs er á vegum sjálfstæðra samtaka sem í orði eru ótengd forsetaframbjóðendunum tveimur.

Blóðbað í Najaf

Blóðsúthellingar einkenndu fyrsta dag tilrauna æðsta klerks sjíta til friðarumleitana í helgu borginni Najaf í dag. Þangað eru tugir þúsunda Íraka komnar til að hlýða kalli trúarleiðtoga.

Þjóðarsorg ríkir í Rússlandi

Drungi sorgar og ótta liggur yfir Rússlandi í kjölfar flugslysanna í gær. Engar vísbendingar finnast um orsakir þess að vélarnar hröpuðu, en almenningur er sannfærður um að hryðjuverkamenn hafi grandað þeim.

Hjónavígslur úr kirkjunum

Helmingur danskra presta vill fá hjónavígslur úr kirkjunum samkvæmt nýrri könnun og hefur danski biskupinn lýst yfir mikilli hryggð vegna þess. Telja prestarnir að vígslur hvers konar eigi betur heima í ráðhúsum en í heilögum kirkjum þrátt fyrir að hjónavígslur dragi mun fleiri í kirkju en guðsþjónustur.

Fjöldi fórst í fellibyl

Um 50 manns hafa farist í fellibylnum Aere sem gekk yfir Taívan og meginland Kína í gær og í fyrradag. Talið er að viðbrögð stjórnvalda hafi bjargað mörgum en rúmlega einni milljón íbúa Kína og tæplega milljón íbúum Taívan var gert að yfirgefa heimili sín á þekktum flóðasvæðum áður en fellibylurinn kom að landi.

Tvær rússneskar flugvélar farast

Tvær rússneskar farþegaþotur fórust í nótt með nokkurra mínútna millibili og er óttast að rekja megi það til hryðjuverka. Önnur vélin var með 43farþega innan borðs og hin með 46 farþega. Vélarnar tóku á loft frá Domodedovo-flugvelli í Moskvu með fjörutíu mínútna millibili en hurfu báðar af radarskjám á nánast sama augnabliki.

Fischer ekki framseldur

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að vísa skákmeistaranum Bobby Fischer ekki úr landi á næstunni. Til stóð að hann yrði sendur úr landi og hefði hann þá að öllum líkindum verið sendur til Bandaríkjanna.

Loftárás á Fallujah

Bandarískar herþotur gerðu loftárásir á borgina Fallujah í Írak í morgun og féllu í það minnsta þrír. Fjórir voru færðir á sjúkrahús. Skotmörk árásana eru sögð bækisstöðvar sem samverkamenn al-Qaeda leiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis notast við.

Elsti pandabjörninn látinn

Elsti pandabjörn í umsjón manna lést af eðlilegum orsökum í kínverskum dýragarði í dag. Peipei var 33 ára sem myndi teljast um 100 ár í mannævi. Talið er að pandabirnir eigi ættir að rekja allt til tíma risaeðlanna.

Sistani í Basra

Áhrifamesti sjítaklerkur Íraks, al-Sistani, hefur snúið aftur til landsins eftir veru í London þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. Hann er staddur í borginni Basra nú, en talið er að hann muni halda til Najaf á morgun.

Sonur Thatchers handtekinn

Sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna tilraunar til valdaráns. Mark Thatcher var í morgun handtekinn í Suður-Afríku grunaður um aðild að tilraun til valdaráns í Miðbaugs-Gíneu. Þar er mikla olíu að finna.

Fellibylurinn Aere veldur usla

Fellibylurinn Aere gengur nú yfir meginland Kína eftir að hafa valdið dauða í það minnsta fimm á Tævan. 250 þúsund manns hafa verið fluttir frá heimilum sínum við ströndina. Yfir þrjátíu þúsund fiskveiðiskipum og -bátum var skipað að snúa til hafnar á ný, og allt flug frá Hong Kong lá niðri fram eftir nóttu.

Styður ekki bann

Varaforesti Bandaríkjanna, Dick Cheney, hefur lýst því yfir að hann styðji ekki bann við hjónabandi samkynhneigðra. Þetta er í andstöðu við afstöðu George Bush, segir á veffréttasíðu BBC.

Olíuverð fer lækkandi

Olíuverð fer nú lækkandi og virðist sem taugaveiklun á markaði ráði ekki lengur ferð. Fatið kostar nú ríflega 45 dollara og í ljósi þess að olíuútflutningur frá Írak er nú kominn í eðlilegt horf eru taldar litlar líkur á hækkun.

Mikið uppnám í Rússlandi

Hryðjuverk eru talin hugsanleg ástæða þess, að tvær rússneskar farþegaþotur fórust með nokkurra mínútna millibili í nótt. Um níutíu manns voru í vélunum tveimur og létust allir. Fjölmiðlar í Rússlandi segja ellefta september runninn upp í Rússlandi.

Thatcher í fangelsi í Höfðaborg

Lögreglan í Suður-Afríku segist hafa sannanir fyrir því að Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi aðstoðað við að fjármagna valdarán í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu.

Minnast frelsun Parísar

Frakkar minnast þess í dag, að sextíu ár eru liðin frá því París var frelsuð úr höndum Nasista, í síðari heimsstyrjöldinni. Það var 25. ágúst, sem þýski hershöfðinginn Dietrich von Choltitz gafst upp fyrir herjum bandamanna. Von Choltitz hafði þá óhlýðnast skipunum Hitlers um að sprengja helstu mannvirki borgarinnar í loft upp, og kveikja svo í henni.

Neita aðild að flugslysi

Talsmaður helsta skæruliðahóps Tsjetsjeníu, segir að þeir hafi hvergi komið nærri, þegar tvær rússneskar farþegavélar fórust, með nokkurra mínútna millibili, í dag. 89 manns létu lífið. Fréttir af þessum atburði, frá Rússlandi, eru mjög misvísandi.

Kostnaður við ÓL tvöfaldast

Kostnaður við að halda Ólympíuleikana í Grikklandi verður helmingi meiri en gert var ráð fyrir. Áætlaður kostnaður var um 400 milljarðar króna, en nú virðist að þegar upp verður staðið verði hann yfir 800 milljarðar króna.

Thatcher sleppt

Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem handtekinn var í morgun grunaður um aðild að valdaráni í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu, var sleppt í dag af dómstólum í Suður-Afríku.

Birta myndir af afhöfðun

Öfgahreyfing múslima, hefur birt ljósmyndir á vef sínum, sem hún segir sýna hvernig höfuðið var höggvið af manni sem sagður var vera njósnari fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Fimm myndir eru birtar á vefnum og því hótað að annað fólk sem njósni fyrir Bandaríkjamenn, muni fá sömu meðferð.

Binda enda á spillingu í Palestínu

Palestínskir þingmenn samþykktu í dag, að styðja tillögur sérstakrar umbótanefndar, sem miða að því að binda enda á spillingu í palestínsku heimastjórninni. Óttast er að Yasser Arafat hunsi samþykktina, þar sem tillögurnar myndu skerða völd hans, og leiða til þess að gamlir vinir og stuðningsmenn yrðu að láta af embættum sínum.

Stefnir í þrot hjá Alitalia

Ítalska ríkisstjórnin hefur varað starfsmenn flugfélagsins Alitalia við því, að ef þeir fallist ekki á leiðir til þess að draga úr rekstrarkostnaði, verði félagið gjaldþrota inna mánaðar. Slíkt gjaldþrot myndi kosta 22 þúsund starfsmenn vinnuna.

Sistani hvetur til fjöldagöngu

Æðsti sjítaklerkur Íraks, hvetur til fjöldagöngu til borgarinnar Najaf, á morgun, til þess að reyna að binda enda á átökin sem geisað hafa þar í borg, undanfarnar vikur. Ayatollah Ali al-Sistani nýtur meiri virðingar en nokkur annar klerkur, í Írak.

Þrjúhundruð gestir frá 35 löndum

Alþjóðleg ráðstefna um lífsiðfræðileg álitamál var sett í hátíðarsal skólans í gær. Á ráðstefnunni, sem standa mun fram á laugardag, verður fjallað um gagnagrunna og lífsýnabanka, en einnig afleiðingar læknavísindanna fyrir greiningu og meðferð sjúkdóma.

Ættingjum varnarmálaráðherra rænt

Uppreisnarmenn hafa rænt tveimur ættingjum írakska varnarmálaráðherrans, Hazim al-Shalaan. Þeir krefjast þess að her Bandaríkjanna hverfi frá heilögu borginni Najaf. Þetta kom fram á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í dag.

Hörð viðbrögð við auglýsingum

Ósvífnar auglýsingar, þar sem því er haldið fram að John Kerry hafi logið til um herþjónustu sína í Víetnam, hafa vakið hörð viðbrögð og deilur í Bandaríkjunum. Háttsettur kosningastjóri Bush forseta sagði í dag af sér vegna tengsla við þá sem gerðu auglýsingarnar.

Cheney ósammála Bush

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er ósammála George W. Bush forseta um að banna eigi hjónabönd samkynhneigðra. Dóttir Cheney er samkynhneigð.

Krefst afsagnar Rumsfeld

<p>John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, krefst afsagnar Donalds Rumsfeld varnarmálaráðherra.

Tilræði við írakska ráðherra

Fjórir lífverðir umhverfismálaráðherra Íraks fórust í sjálfsmorðsárás í morgun. Talið er að um tilræði við ráðherrann hafi verið að ræða en hann slapp ómeiddur.

Bardagar geisa áfram í Najaf

Bardagar geisa áfram í Írak eftir loftárásir Bandaríkjamanna á skæruliðasveitir úr röðum sjíta í Najaf í gær. Árásirnar voru gerðar nærri Imam Ali grafhýsinu sem hefur verið á valdi Mehdi-sveita Muqtada al-Sadr. Bandaríkjamenn ætla sér með árásunum að brjóta niður þá andstöðu sem verið hefur í landinu. Sprengjubrot lentu á grafhýsinu og ollu einhverjum skemmdum.</font />

Til að tefja rannsókn bankaráns?

Ræningjarnir sem frömdu bankaránið í Stafangri í Noregi í vor eru nú sagðir hafa skipað fyrir um ránið á Munch-málverkunum sem rænt var á sunnudaginn. Sjónvarpsstöðin TV-2 hefur heimildir fyrir þessu.

Flokksþing repúblikana nálgast

Flokksþing rebúblikana hefst eftir viku í New York. Talið er að yfir fimmtíu þúsund fulltrúar frá öllum Bandaríkjunum muni taka þátt. Yfirvöld telja að andstæðingar Bush-stjórnarinnar muni fjölmenna og að fjöldi þeirra geti farið allt upp í tvö hundruð og fimmtíu þúsund.

Bush fordæmir auglýsingar hermanna

George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær auglýsingar hóps fyrrverandi hermanna í Víetnam þar sem því er haldið fram að John Kerry hafi logið til um framgöngu sína í stríðinu. Bush sagði auglýsingarnar vondar fyrir kerfið en demókratar segja orð hans ekki ganga nógu langt og koma of seint.

Fischer vísað frá Japan

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að vísa Bobby Fischer úr landi og hefur fyrirskipum þess efnis þegar verið undirrituð. Embættismaður í útlendingaeftirliti Japans sagði að honum hefði verið kynnt þessi niðurstaða.

Varnarmálaráðherra hótar stórárás

Varnarmálaráðherra Íraks hvatti í dag sjíta-múslima í Najaf til að leggja niður vopn, ella yrðu þeir stráfelldir í stórárás síðar í dag.

Lykilhlutverk í mótun Evrópu

„Opinber fjölmiðlun gegnir lykilhlutverki í mótun Evrópu nú sem endranær,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ráðstefnu EURO-MEI, Sambands starfsfólks í fjölmiðlum, skemmtanaiðnaði og menningargeiranum, sem haldin var í Prag í lok júní. Frá þessu greinir í fréttatilkynningu frá BSRB.

Reiðubúnir að gefast upp

Fylgismenn sjíta-klerksins Muqtada al-Sadrs, sem barist hafa við bandaríska og írakska hermenn í Najaf undanfarnar vikur, segjast reiðubúnir að gefast upp og binda þannig enda á hið gífurlega mannfall sem átt hefur sér stað í borginni að undanförnu.

Réttað yfir bílstjóra bin Laden

Salim Ahmed Hamdan, fyrrum lífvörður og bílstjóri Osama bin Laden verður fyrsti maðurinn sem réttað verður yfir úr fangelsinu við Guantanamo flóa.

Sjá næstu 50 fréttir