Erlent

Fjöldi manna látinn í sprengingu

Bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar samtaka flóttamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans, fyrr í dag. Fjöldi manna er látinn en ekki liggur fyrir á þessari stundu hve mannfallið er mikið. Vitni segja að vörubíl hafi verið ekið að byggingunni og hann hafi svo sprungið stuttu síðar. Talið er að allir hinna látnu séu Afganar. Lögreglan í Kabúl segir að önnur sprengja hafi fundist nærri staðnum þar sem bílsprengjan sprakk og verið sé að reyna að gera hana óvirka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×