Útnefningarhátíð í skugga mótmæla 29. ágúst 2004 00:01 Á þriðja þúsund þingfulltrúar, fimmtán þúsund blaðamenn og tugþúsundir mótmælenda eru komin til New York þar sem flokksþing repúblikana hefst í dag. Með því má segja að kosningabarátta George W. Bush Bandaríkjaforseta hefjist formlega en hann verður formlegur útnefndur forsetaefni repúblikana á fimmtudag, lokadegi þingsins. Repúblikanar leggja upp með að lýsa Bush sem öflugum leiðtoga sem leiddi þjóðina í gegnum hörmungarnar sem riðu yfir með hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Bush sjálfur eftirlætur öðrum sviðið fyrstu dagana og hefur verið á kosningaferðalagi síðustu daga. Hann mun hins vegar flytja aðalræðuna. Þar er hann sagður leggja áherslu á næstu fjögur ár eftir kosningarnar í nóvember, hvernig Bandaríkin á seinna kjörtímabili hans verði. Baráttan gegn hryðjuverkum er fulltrúum á flokksþinginu ofarlega í huga en 62 prósent þeirra nefna hana sem eitt af þremur mikilvægustu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum í skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. 56 prósent nefndu efnahagsmál og fjórðungur skattamál. Þegar afstaða þingfulltrúa til ákveðinna málaflokka var skoðuð kom í ljós að 72 prósent eru andvíg hjónaböndum samkynhneigðra en aðeins þrjú prósent hlynnt þeim. 58 prósent eru andvíg réttinum til fóstureyðingar en fimmtán prósent fylgjandi. Mikið hefur verið um mótmæli í New York síðustu daga og er gert ráð fyrir að þau haldi áfram þar til flokksþinginu lýkur. Í gær tóku tugþúsundir manna þátt í mótmælagöngu á Manhattan þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og þess krafist að Bandaríkjaher yrði kallaður heim. Mótmælin beinast að margvíslegum málefnum. Sumir berjast fyrir rétti innflytjenda, aðrir fyrir rétti samkynhneigðra og enn aðrir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þá hefur verið vakin athygli á málefnum Palestínumanna og þess krafist að bundinn verði endi á ofsóknir í Súdan. Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Á þriðja þúsund þingfulltrúar, fimmtán þúsund blaðamenn og tugþúsundir mótmælenda eru komin til New York þar sem flokksþing repúblikana hefst í dag. Með því má segja að kosningabarátta George W. Bush Bandaríkjaforseta hefjist formlega en hann verður formlegur útnefndur forsetaefni repúblikana á fimmtudag, lokadegi þingsins. Repúblikanar leggja upp með að lýsa Bush sem öflugum leiðtoga sem leiddi þjóðina í gegnum hörmungarnar sem riðu yfir með hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Bush sjálfur eftirlætur öðrum sviðið fyrstu dagana og hefur verið á kosningaferðalagi síðustu daga. Hann mun hins vegar flytja aðalræðuna. Þar er hann sagður leggja áherslu á næstu fjögur ár eftir kosningarnar í nóvember, hvernig Bandaríkin á seinna kjörtímabili hans verði. Baráttan gegn hryðjuverkum er fulltrúum á flokksþinginu ofarlega í huga en 62 prósent þeirra nefna hana sem eitt af þremur mikilvægustu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum í skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. 56 prósent nefndu efnahagsmál og fjórðungur skattamál. Þegar afstaða þingfulltrúa til ákveðinna málaflokka var skoðuð kom í ljós að 72 prósent eru andvíg hjónaböndum samkynhneigðra en aðeins þrjú prósent hlynnt þeim. 58 prósent eru andvíg réttinum til fóstureyðingar en fimmtán prósent fylgjandi. Mikið hefur verið um mótmæli í New York síðustu daga og er gert ráð fyrir að þau haldi áfram þar til flokksþinginu lýkur. Í gær tóku tugþúsundir manna þátt í mótmælagöngu á Manhattan þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og þess krafist að Bandaríkjaher yrði kallaður heim. Mótmælin beinast að margvíslegum málefnum. Sumir berjast fyrir rétti innflytjenda, aðrir fyrir rétti samkynhneigðra og enn aðrir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þá hefur verið vakin athygli á málefnum Palestínumanna og þess krafist að bundinn verði endi á ofsóknir í Súdan.
Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira