Erlent

Báðum vélunum grandað

Leifar sprengiefnis, sem talið er að sé hexógen, hefur nú fundist í braki beggja flugvélanna sem hröpuðu í Rússlandi fyrr í vikunni. Í gær var greint frá því að sprengiefni hafi fundist í annarri vélinni en í dag tilkynnti rússneska rannsóknarnefndin að hexógen hafi einnig fundist í braki hinnar vélarinnar. Sprengiefnið er hið sama og tsjetsjenskir hryðjuverkamenn hafa notað til árása en rússnesk yfirvöld hafa grunsemdir um að nokkrir farþegar tengist tsjetsjenskum hryðjuverkahópum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×