Erlent

Synti sjötugur yfir Ermarsund

George Brunstad lét hvorki aldurinn né kaldan sjóinn stöðva sig þegar hann synti yfir Ermarsund. Brunstad, sem er sjötugur Bandaríkjamaður á eftirlaunum, var fimmtán klukkutíma og 59 mínútur á leiðinni, og varð þar með elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsund. Sá sem átti metið fyrir var Ástralinn Bertram Cliffort Batt sem var 67 ára þegar hann þreytti sundið árið 1987. Brunstad lagði af stað frá Dover í Bretlandi á laugardagsmorgun og steig á land í Frakklandi upp úr miðnætti aðfaranótt sunnudags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×