Erlent

Breyta ekki stefnu sinni

Ítalska ríkisstjórnin lýsti því yfir í dag að hún myndi í engu breyta stefnu sinni, í Írak, þrátt fyrir morðið á ítölskum blaðamanni, þar í landi. Ræningjar Enzo Baldonis myrtu hann, í dag, eins og þeir höfðu hótað, ef ítalska ríkisstjórnin kallaði ekki hermenn sína heim, frá Írak. Á Ítalíu eru skiptar skoðanir um hvort ítalskt herlið eigi að vera í landinu. Leiðtogar allra stjórnmálaflokka fordæmdu hinsvegar morðið, og sögðu að ófært væri fyrir réttkjörna stjórn lýðræðisríkis að láta undan svona hótunum. Mannræningjar í Írak hafa nú myrt tólf gísla, til þess að reyna að þvinga bæði ríkisstjórnir og fyrirtæki til hlýðni við sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×