Erlent

Réðist á maraþonhlaupara

Brasilíski maraþonhlauparinn Vanderlei Lima vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Írinn Cornelius Horan hljóp upp að honum og ruddi honum út í áhorfendaskarann á stétt einnar götunnar sem þátttakendur í maraþonhlaupi Ólympíuleikanna hlupu eftir. Lima var fyrstur þegar Horan réðst á hann en endaði keppnina í þriðja sæti. Forskot hans á manninn í öðru sæti hafði minnkað smám saman áður en Horan réðist á hann en við árásina tafðist Lima um margar sekúndur og var augljóslega brugðið. "Ég var hræddur vegna þess að ég vissi ekki hvað yrði um mig. Ég vissi ekki hvort hann væri vopnaður eða ekki," sagði Lima, sem segir árásina hafa kostað sig gullverðlaunin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×