Erlent

Uggur vegna kosninganna

Talsverð spenna og uggur ríkir í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í Tsjetsjeníu í dag. Þar á að kjósa eftirmann Akhmads Kadyrov sem ráðinn var af dögum fyrr á árinu. Bardagar og mannréttindabrot hafa sett mark sitt á Tsjetsjeníu síðasta áratuginn, eða frá því að Rússar réðust inn í héraðið til að berja niður sjálfstæðistilhneigingar heimamanna. Ekkert hefur gengið að koma á friði síðan þá. Því er óttast að ofbeldisverk kunni að setja mark sitt á kosningarnar. Eru árásirnar á tvær rússneskar farþegaflugvélar taldar tengjast þessu en þær kostuðu 90 manns lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×