Erlent

Undirbúa málsvörn

Lögmenn Augusto Pinochet eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir málsvörn einræðisherrans fyrrverandi gegn ákærum fyrir mannréttindabrot í stjórnartíð hans. Hæstiréttur Síle ákvað síðasta fimmtudag að svipta Pinochet friðhelgi sem honum var veitt þegar hann fór frá völdum. Hæstiréttur felldi dóm sinn þegar hann tók fyrir mál sem hafði verið áfrýjað til hans. Í því hafði lægri dómstóll ákveðið að sækja mætti Pinochet til saka vegna morðanna á nítján mótmælendum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×