Erlent

Skotbardagi á skemmtistað

Maður vopnaður veiðiriffli gekk berserksgang á skemmtistað í Silkeborg í gær og urðu tveir menn fyrir skotum, að því er fram kemur í danska dagblaðinu Politiken. Klukkan 5.45 að morgni sunnudags réðst hinn 22 ára gamli maður inn á diskótek bæjarins með riffilinn í hendi og skaut af stuttu færi 35 ára gamlan mann og annan 33 ára. Báðir létust samstundis en lögreglan handtók manninn örfáum mínútum síðar. Ofsahræðsla braust út meðal þeirra 75-100 gesta sem voru á staðnum og áfallahjálp var veitt á sjúkrahúsinu í Silkeborg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×