Erlent

Menntun flóttamanna viðurkennd

Nú stendur til að menntun flóttamanna sem búsettir eru í Noregi verði viðurkennd þó að skírteini eða gögn þess til sönnunar skorti, skrifar Aftenposten. Menntamálaráðuneytið segir landið skyldugt til að meta menntun flóttamanna þó pappíra þeirra vanti og hefur fjármagnað sameiginlegt verkefni norskra háskóla þar sem flóttamönnum gefst kostur á þar til gerðum stöðuprófum. Flóttamennirnir fara þá í gegnum umfangsmikla greiningu, þar sem viðtöl, verkleg og skrifleg próf á móðurmáli leiða í ljós hvort viðkomandi hafi í raun lokið háskólagráðunni. Menntamálaráðuneytið bindur vonir um að slíkt fyrirkomulag bæti úr úrræðum flóttamanna í Noregi og auki möguleika þeirra til að sækja sér frekari menntun og sérhæfðari störf. Verkefnið hefur kostað norska menntamálaráðuneytið 30 milljónir til þessa og skilað góðum árangri. Fjöldi flóttamanna hafa nú fengið háskólagráður sínar viðurkenndar í Noregi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×