Erlent

New York á öðrum endanum

New York borg er nú, venju fremur, á öðrum endanum enda verður flokksþing repúblikana sett þar á morgun. Borgin hefur ætíð verið mikil bækistöð demókrata og það kemur því kannski ekki á óvart að borgarbúar hafa síðustu daga kröftuglega mótmælt komu Bush og félaga. Nýjustu fylgiskannanir sýna að Bush er heldur að sækja í sig veðrið og stuðningsmenn hans vonast til þess að flokksþingið verði til þess að fylgi hans aukist enn frekar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×